Jón Högnason (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sr. Jón Högnason frá Búastöðum, prestur á Hrepphólum í Hrunamannahreppi, Árn. fæddist 23. mars 1807 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Árn. og lést 23. júní 1879.
Foreldrar hans voru sr. Högni Stefánsson, síðar prestur í Eyjum og á Hrepphólum, f. 8. maí 1771, d. 24. september 1837, og kona hans Sigríður Böðvarsdóttir húsfreyja, f. í ágúst 1767, d. 9. desember 1844.

Börn Sigríðar og Högna;
1. Sr. Böðvar Högnason aðstoðarprestur á Hallormsstað, f. 24. júlí 1794, d. 15. apríl 1835 úr holdsveiki, ókv. og barnlaus.
2. Þórunn Högnadóttir húsfreyja í Móakoti á Vatnsleysuströnd, f. 1795, kona Guðmundar Guðmundssonar.
3. Stefán Högnason, f. 1799, d. úr holdsveiki 29. júní 1836, ókv. og barnlaus.
4. Hólmfríður Högnadóttir, f. 1801, d. 8. júní 1845, óg. og barnlaus.
5. Sr. Jón Högnason prestur á Hrepphólum, f. 23. mars 1807, d. 23. júní 1879, kvæntur Kristínu Jónsdóttur húsfreyju frá Reykjadal.
6. Guðrún Högnadótttir húsfreyja að Laugum í Hrunamannahreppi, f. 16. ágúst 1808 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, d. 10. júní 1879. Hún var síðari kona Snorra Sveinbjörnssonar bónda á Laugum. Sambúðarmaður hennar Matthías Eyjólfsson.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, á Árgilsstöðum, á Búastöðum og á Hrepphólum.
Hann lærði í fyrstu hjá Böðvari stúdent, bróður sínum, síðar aðstoðarpresti á Hallormsstöðum, en frá 1829 var hann við nám hjá sr. Þorvaldi Böðvarssyni í Holti u. Eyjafjöllum og fékk frá honum stúdentsvottorð 12. september 1831, sem var staðfest við prófun kennara við Bessastaðaskóla ásamt biskupi og prófdómurum eftir yfirheyrslur.
Jón var vígður aðstoðarprestur föður síns 17. júní 1832, fékk Hrepphóla eftir hann 1. desember 1837 og tók við staðnum 1838, sagði af sér 1873.
Þau Kristín giftu sig 1839, munu ekki hafa alið börn, en þrjú fósturbörn eignuðust þau.
Kristín lést 1874 og Jón lést úr lungnabólgu 1879.

I. Kona Jóns, (17. október 1839), var Kristín Jónsdóttir frá Ísabakka í Hrunasókn, f. 8. apríl 1799, d. 12. maí 1874. Foreldrar hennar voru Jón Eiríksson bóndi, síðar í Reykjadal í Hrunamannahreppi, f. 1766, d. 11. febrúar 1841, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. um 1762. Fósturbörn þeirra:
1. Högni Guðmundsson, sonur Þórunnar systur sr. Jóns, f. 2. október 1835.
2. Guðrún Loftsdóttir, líklega frá Austurhlíð í Gnúpverjahreppi, húsfreyja á Haukshólum í Hrunamannahreppi, f. 21. mars 1838, d. 15. apríl 1882. Maður hennar Þorsteinn Eiríksson.
3. Jón Jónsson, f. um 1849, vinnumaður á Hrepphólum 1870.
4. Margrét Jóepsdóttir húsfreyja í Húsum í Ásahreppi, Árn., f. 16. september 1863, d. 6. október 1957. Maður hennar Snorri Þórsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.