Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1989/Stýrimannaskólinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Árni Marínósson sýndi skólanum þá velvild að lána fullkomnustu gerð af siglingatölvu í vetur, auk þess sem hann kom sjálfur og sýndi kennurum og nemendum rétt vinnubrögð við hana

Stýrimannaskólinn

Skólaslit 1988

Úr fyrsta stigi útskrifuðust 16 nemendur og úr öðru stigi 19 nemendur. Að auki luku 5 nemendur framhaldsnámi undanþágudeildar og fengu 200 brl skipstjórnarréttindi og 10 nemendur luku námskeiði, sem veitir 30 brl skipstjórnarréttindi.
Samtals hefur því 41 nemandi lokið réttindanámi á skólaárinu 1987-1988.
Í fyrsta stigi varð hæstur Óli H. Gestsson, Neskaupstað, meðaleinkunn 9,7. Annar Sigurður I. Ólafsson, Vestmannaeyjum, meðaleinkunn 9,0. Þriðji Gunnar Þ. Friðriksson, Keflavík, meðaleinkunn 8,9. Meðaleinkunn í I. stigi var 7,46.
Í öðru stigi varð hæstur Stefán Guðmundsson, Húsavík, meðaleinkunn 9,2. Með næsthæsta einkunn voru tveir: Gylfi Sigurjónsson, Vestmannaeyjum og Sigurður R. Kristinsson, Þórshöfn með 9,0. Meðaleinkunn í II. stigi var 8,11.
Stefán Guðmundsson hlaut Verðandaúrið frá s.s. Verðandi og loftvog frá Sigurði Einarssyni útgerðarmanni fyrir hæsta einkunn í II. stigi.
Haraldur Sverrisson fékk sjónauka frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja fyrir hæsta einkunn í siglingafræði og íslenskuverðlaun frá Rotaryklúbbi Vestmannaeyja.
Gylfi Sigurjónsson fékk verðlaun frá Sigurgeir Jónssyni fyrir íslenskuritgerð.
Óðinn Hallgrímsson fékk verðlaun úr verðlaunasjóði Ástu og Friðfinns á Oddgeirshólum fyrir besta ástundun.

Það er orðinn næsta fastur liður í starfi Stýrimannaskólans að boðið er upp á 30 rúmlesta réttindanámskeið. Þessir útskrifuðust í fyrra. Hjálparsveit skáta og læknastéttin áttu þar flesta fulltrúa.

Skólinn var settur 1. sept. sl. 11 nemendur í 1. stigi og 15 í 2. Þetta hefur verið góður vetur. M.a. eignaðist skólinn nýja Macintosh tölvu og Árni Marinósson rafeindavirki lánaði okkur í 3 vikur mjög fullkomna siglingatölvu Quodfish.
Slysavarnaskóli sjómanna kom og hélt námskeið. Einnig var Sigurður Steinar Ketilsson skipherra með þátt um leit og björgun, og við æfðum notkun Björgvinsbeltisins með Björgvin Sigurjónssyni. Siglt var með varðskipi og Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur hélt 3 daga námskeið um veiðarfærafræði.
Aðkomuskip og bátar, sem komu til Vestmannaeyjahafnar árið 1988 voru samtals 862.401 brúttórúmlestir að stærð.
Nemendur 2. stigs fóru á vikunámskeið við Stýrimannaskólann í Reykjavík í ratsjársiglingu. Í lokin var próf, og fengu allir nemendurnir 10 í einkunn. Kennari var Jón Þ. Bjarnason.
Farið var í heimsókn um borð í Breka þegar hann kom nýuppgerður frá Póllandi, og voru þegnar höfðinglegar veitingar hjá Sævari skipstjóra.
Eftirtaldir hafa kennt við skólann í vetur: Friðrik Ásmundsson í 1 stigi: siglingareglur, sjómennska bókleg og stöðugleikaútreikningar. Og í 2. stigi: siglingafræði, siglingareglur, stöðugleiki og hleðsla, ratsjárútsetningar og morse og merki. Sigurgeir Jónsson í 1. stigi: siglingafræði, stærðfræði, íslenska, danska og enska og í 2. stigi: íslenska, enska, tölvur og vélfræði. Brynjólfur Jónatansson í 1. og 2. stigi: siglinga- og fiskileitartæki og í 2. stigi rafmagnsfræði.
Einar Jónsson heilbrigðisfræði í 1. og 2. stigi. Jón Hauksson sjóréttur í 1. og 2. stigi. Kjartan Bergsteinsson fjarskipti í 1. og 2. stigi. Hjálmar Brynjúlfsson eðlisfræði í 1. stigi. Guðjón Magnússon og Hallgrímur Þórðarson verkleg sjóvinna í 1. stigi. Katrín Magnúsdóttir sund í 1. stigi. Viðar Elíasson fiskmeðferð í 1. stigi. Elías Baldvinsson eldvarnir í 1. stigi. Guðbjörg Jónsdóttir bókhald í 2. stigi. Hrefna Brynja Gísladóttir dönsku í 2. stiigi. Einar Birgir Steinþórsson stærðfræði í 2. stigi.
Hallgrímur Júlíusson og Haraldur Óskarsson veiðarfæragerð í 2. stigi.


Friðrik Ásmundsson, skólastjóri