Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Vetrarvertíðin í Vestmannaeyjum 1965
Vetrarvertíðin 1965 má teljast meðalvertíð, en viðbrigðin hafa verið mikil frá frábærri aflavertíð 1964. Það ber að þakka að engin stórslys urðu á vertíðinni.
Á vertíðinni sökk einn bátur, m.b. Valur. Var hann keyrður niður þar sem hann lá undir veiðarfærum skammt inn af Elliðaey. Engin slys urðu á mönnum.
Á vertíðinni voru gerðir út 86 bátar. Í upphafi vertíðar bar síldin uppi aflabrögðin, en þó var síldarafli mun lélegri en vertíðina 1964. Fiskvinnslustöðvarnar frystu síld af kappi og í lok janúar höfðu frystihúsin fryst rúm 2000 tonn.
Bátar voru að síldveiðum til 10. febrúar, og öfluðu vel, en gæftir voru mjög stirðar. Þetta mun vera fyrsta vetrarvertíð í Vestmannaeyjum, sem síld er söltuð og söltuðu eftirfarandi aðilar síld:
Vinnslustöðin 1926 uppsaltaðar tunnur
Fiskiðjan 2200 - -
Ólafur & Símon 265 - -
Ársæll Sveinsson 600 - -
Samtals um 5000 uppsaltaðar tunnur
Það væri óskandi, að framhald gæti orðið á þessu og nýting síldarinnar til manneldis yerði meiri og fjölbreyttari en verið hefur.
Í endaðan janúar fengu margir bátar góðan afla af ufsa á handfæri, t. d. Andvari frá Reykjavík, skipstjóri Jón Guðjónsson, 33 tonn í einum róðri.
Upp úr miðjum febrúar fóru bátar að taka net og var þá hæsti bátur, Kap II, kominn með 167 tonn á línu. Afli í net var aðallega ufsi til að byrja með.
Afli í marz var mjög lélegur, fyrri hluta mánaðarins til 16. marz öfluðust 4.400 tonn, en heildarafli í mánuðinum var 9.500 tonn. Í marzlok höfðu aflazt samtals 17.200 tonn.
1. apríl voru 10 bátar komnir með yfir 300 tonn. Nótabátar lögðu verulegan hluta af afla sínum upp í Þorlákshöfn í marz, annars var afli þeirra tregur og mest ýsa. Apríl varð svo að venju bezti mánuður vertíðarinnar, en fiskur kom þó seint og fór fyrst að aflast vel, er vika var liðin af aprílmánuði.
Í apríl bárust 19.500 tonn á land. Margir bátar fengu mjög góðan afla hér rétt austur af Eyjum — við Sandahraun, Mannklakk og á Leirnu. Veiddist þarna aðallega smáfiskur, og álitið að nýr árgangur væri á ferð.
Aflabrögð þessa vertíð eru mjög misjöfn, en margir bátar, sem eru með lítinn þorskafla, bætir hann upp með góðum loðnuafla, eins og t. d. Ófeigur II, Akurey og Viðey.
Afli í botnvörpu var yfirleitt góður og útkoma hjá togbátum nokkuð góð.
Fyrri hluta apríl voru 3 bátar á handfærum.
Á vertíðinni gengu 5 opnir bátar (trillur) - var afli fremur tregur: hæstur var Sigurjón í Hraungerði á Sleipni með 35 tonn. Reri hann með línu og handfæri, 2 á báti.
Bátar byrjuðu að taka upp net um mánaðamótin apríl-maí. síðasti netabátur tók upp netin á lokadag, 11. maí.
Nokkrir árekstrar urðu á miðunum milli nóta- og netabáta. Verður það ljóst af þessari vertíð, að það sem þarf og verður að gera, er að skerpa löggæzluna á miðunum og sekta þá menn og refsa öllum, sem eyðileggja vísvitandi veiðarfæri eða sýna uppivöðslusemi á hvora hliðina sem er. Bönn og höft á nýtízku veiðarfæri er uppgjöf okkar fyrir lögum og rétti á hafinu.
Síðustu árin hafa viðhorfin með landanir báta breytzt og flotinn orðinn hreyfanlegri, enda eðlilegt eftir því sem skipin stækka. Landaði fjöldi aðkomubáta hér í Vestmannaeyjum á liðinni vertíð og munu hafa landað hér 150 til 200 aðkomubátar, þegar mest var: komu stærri bátarnir hingað frá Þorlákshöfn. þegar þeir héldust ekki við þar vegna veðurs. Hefur aldrei komið eins áþreifanlega í ljós og í vetur hver lífhöfn og ég vil segja „landshöfn“, Vestmannaeyjahöfn er orðin, en auk fiskiskipa voru hér stöðugar komur flutningaskipa að taka afurðir. Það er því réttmæt krafa, að ríkið hlúi enn betur að höfninni hér til hagsbóta íslenzkum fiskimönnum og þjóðinni í heild. Hér vantar t. d. nauðsynlega bryggjukrana. Þá þarf að auka bryggjuplássið, losa höfnina við óhreinindin svo að ekki sé meira sagt. En í heild má segja um Vestmannaeyjahöfn, að hún sé til sóma þeim er þar hafa ráðið uppbyggingu þessarar lífæðar byggðarlagsins.
Vertíðaraflinn og nýting hans.
Bolfiski landað frá áramótum til 15. maí:
Af bátum í föstum viðskiptum . . . 36.000 lestir í 3945 róðrum
Ýmsir bátar . . . 2.500
Samtals 38.500 lestir
Aflahæstu bátar:
1. M.b. Leó 1050 lestir, 75 róðrar í net
2. M.b. Stígandi 1028 lestir, 82 róðrar lína og net
3. M.b. Ísleifur III 874 lestir, 79 róðrar lína og net
4. M.b. Björg SU 816 lestir, 59 róðrar lína og net
5. M.b. Ver 764 lestir, 79 róðrar lína og net
6. M.b. Sæbjörg 742 lestir, 73 róðrar lína og net
7. M.b. Lundi 731 lestir, 68 róðrar lína og net
8. M.b. Kap II 667 lestir, 79 róðrar, lína, nót og net
Togbátar:
Baldur 630 lestir í 32 sjóferðum
Suðurey 564 lestir í 35 sjóferðum
Línubátar voru flestir 25, afli 2.235 t. í 446 r.
Netabátar voru flestir 36.
Aflahæstu bátar á síld og loðnu:
Hjá Fiskimjölsverksmiðjunni:
Ófeigur II 16.500 tunnur (loðna, síld)
Bergur 16.400 (loðna, síld)
Huginn II 15.300 (síld)
Meta 10.200 (loðna, síld)
Hannes Hafst. 7.900 (loðna, síld)
Hjá Síldarverksmiðjum Einar Sigurðssonar:
Akurey 13.300 tunnur (síld)
— 11.600 tunnur (loðna)
Ísleifur IV 11.300 tunnur (síld)
Engey 9.400 tunnur (síld)
Súlan EA 5.600 tunnur (síld)
Ólafur Friðbertsson 4.300 tunnur (síld)
Viðey 13.000 tunnur (síld)
Móttaka á aflanum skiptist þannig frá 1. jan. til 15. maí:
Fiskiðjan:
Bolfiskur 10.400 tonn ósl. m. h. ('64 11.200).
Síld í frystingu 17.200 tunnur.
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja:
Bolfiskur 8.200 tonn ('64 10.700 tonn).
Síld í frystingu 13.100 tunnur.
Vinnslustöð Vestmannaeyja:
Bolfiskur 7.600 tonn.
Síld í frystingu 20.800 tunnur.
Ísfélag Vestmannaeyja:
Bolfiskur 6.700 tonn ('64 7.700).
Síld í frystingu 8.000 tunnur.
Ársæll Sveinsson: 1700 tonn af fiski.
Ólafur & Símon: 1560 tonn bolfiskur.
Fiskvinnslan (Ingólfur & Friðþjófur): 540 t.
Pálmi & Guðni: 230 tonn bolfiskur.
Auk þessa munu allir þessir aðilar hafa tekið á móti ufsa, sem var keyptur eftir stykkjatali og hefur kunnugur maður tjáð mér, að það myndi vera ca. 5—600 tonn.
Síldarverksmiðjurnar
Fiskimjölsverksmiðjan:
Síld í bræðslu 151.200 tunnur
Loðna 52.500 tunnur
Fiskjmjölsverksmiðja Einars Sigurðssonar:
Síld í bræðslu 66.000 tunnur
Loðna 46.000 tunnur
Spærlingur 450 tunnur
Ath. Tunna síldar eða loðnu er reiknuð 100 kg.
Lifrarsamlag Vestmannaeyja tók á móti um um 2.200 tonnum af lifur ('64 2.800 tonn).
Nýting lifrar í vetur var um 61% og er lifrin ekki eins feit og í fyrra, en þá var nýting hennar um 65%.