Sigurrós Ingólfsdóttir
Sigurrós Ingólfsdóttir, húsfreyja, starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar í Eyjum, fæddist 25. nóvember 1950 á Hásteinsvegi 48.
Foreldrar hennar voru Ingólfur Guðmundsson, úrsmiður, f. 27. júlí 1909, d. 28. febrúar 1968, og kona hans Kristjana Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 5. september 1915, d. 11. apríl 2016.
Börn Kristjönu og Ingólfs:
1. Guðmundur Ingólfsson trésmiður í Keflavík, f. 8. október 1939. Kona hans er Karólína Ólafsdóttir.
2. Arnar Valur Ingólfsson járnsmíðameistari, verkstjóri, Hrauntúni 14, f. 14. janúar 1942 á Vestmannabraut 47. Kona hans er Margrét Steinunn Jónsdóttir.
3. Sigurbjörn Ingólfsson, Hólagötu 6, sjómaður, starfsmaður Áhaldahússins, f. 8. maí 1946 á Hásteinsvegi 48. Sambýliskona hans var Ragnhildur Sigurjónsdóttir.
4. Guðbjörg Eygló Ingólfsdóttir, Faxastíg 27, húsfreyja, f. 28. apríl 1949 á Hásteinsvegi 48. Maður hennar er Ólafur M. Aðalsteinsson.
5. Sigurrós Ingólfsdóttir, Búastaðabraut 12, f. 25. nóvember 1950 á Hásteinsvegi 48. Maður hennar er Tómas Njáll Pálsson.
6. Drengur, f. 12. nóvember 1953 á Hásteinsvegi 48, d. 5. desember 1953.
7. Einir Ingólfsson, Brimhólabraut 1, nú í Hafnarfirði, sjómaður, f. 22. desember 1954 á Sjúkrahúsinu. Kona hans var Sigríður Þórhallsdóttir.
Þau Tómas Njáll giftu sig, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þairra nýfætt. Þau búa við Foldahraun 11.
I. Maður Sigurrósar er Tómas Njáll Pálsson, bankastarfsmaður, f. 4. september 1950.
Börn þeirra:
1. Íris Tómasdóttir, f. 7. júlí 1968, d. 8. júlí 1968.
2. Tómas Ingi Tómasson, f. 7. júní 1969 í Eyjum.
3. Anna Lilja Tómasdóttir, f. 30. október 1974 í Rvk.
4. Thelma Rós Tómasdóttir, f. 16. febrúar 1984 í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.