Sigurjón Bjarnason (Helgahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurjón Bjarnason frá Helgahjalli fæddist 1. febrúar 1872 og drukknaði 16. maí 1901.
Foreldrar hans voru Bjarni Þorsteinsson vinnumaður í Gvendarhúsi, f. 1. nóvember 1841, d. 6. september 1930, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, vinnukona, f. 2. júlí 1832, d. 2. janúar 1912.

Systir Sigurjóns var
1. Guðný Bjarnadóttir vinnukona á Vilborgarstöðum, f. 22. ágúst 1875, drukknaði við Klettsnef 16. maí 1901.
Hálfsystir þeirra, samfeðra, var
2. Jónína Bjarnadóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 31. maí 1889, d. 4. mars 1912. Hún var fyrri kona Valdimars Árnasonar sjómanns, síðar í Vallanesi og Sigtúni, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965.

Sigurjón var með foreldrum sínum í bernsku, en var sendur að Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum 1879, tökubarn, til Guðrúnar Magnúsdóttur og Jóns Hjörleifssonar, og þar ólst hann upp, var þar „gustuka vegna“ 1880, vinnumaður þar 1890.
Hann fórst á leið til Eyja með Fjallaskipinu Björgólfi í Beinakeldu við Klettsnef 1901. Þar drukknaði einnig Guðný systir hans.
Hann var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.