Sveinn M. Sveinsson (forstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Magnús Sveinsson frá Sveinsstöðum, forstjóri fæddist 17. október 1891 í Uppsölum og lést 25. nóvember 1951.
Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson frá Steinum u. Eyjafjöllum, trésmíðameistari, f. 19. apríl 1862, d. 13. maí 1947, og fyrsta kona hans Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1860 í Krýsuvík, Gull., d. 20. október 1949.

ctr
Börnin frá Sveinsstöðum.
Aftari röð: Sigurveig Sveinsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir.
Fremri röð: Sveinn Magnús Sveinsson, Ársæll Sveinsson, Sigurður Sveinsson.

Börn Guðrúnar og Sveins:
1. Sigurveig Sveinsdóttir húsfreyja, f. 10. jan. 1887, d. 21. mars 1972.
2. Júlíana Sveinsdóttir listmálari, f. 31. júlí 1889, d. 17. apríl 1966.
3. Sveinn Magnús Sveinsson, kenndur við Völund í Reykjavík og var eigandi hans, f. 19. okt. 1891, d. 23. nóvember 1951.
4. Ársæll Sveinsson útgerðarmaður, kaupmaður, iðnrekandi og bæjarfulltrúi, f. 31. des. 1893, d. 14. apríl 1969.
5. Andvana sveinbarn 17. september 1897.
6. Sigurður Sveinsson bifreiðastjóri og kaupmaður f. 18. nóv. 1898, d. 28. júní 1964.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku, í Uppsölum og á Sveinsstöðum, en þau skildu, er Sveinn var um 8 ára gamall.
Sveinn nam í Menntaskólanum í Reykjavík tvo vetur, en lauk námi í Verslunarskóla í Kaupmannahöfn 1909.
Hann var verslunarmaður í Kaupmannahöfn 1910-1912, var forstjóri og framkvæmdastjóri trésmíðafyrirtækisins Völundar í Reykjavík frá 1913 til æviloka.
Þau Soffía Emilía giftu sig 1923, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast að Tjarnargötu 36 í Reykjavík.
Sveinn Magnús lést 1951 og Soffía 1962.

I. Kona Sveins Magnúsar, (19. júní 1923), var Soffía Emilía Haraldsdóttir (Haralz) húsfreyja, f. 8. maí 1902, d. 19. maí 1962. Foreldrar hennar voru Haraldur Níelsson prófessor, f. 1. desember 1868 á Grímsstöðum í Álftártungusókn í Mýras., d. 11. mars 1928, og kona hans Bergljót Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1879 í Ási í Ássókn í N.-Múl., d. 18. júlí 1915.
Börn þeirra:
1. Sveinn Kjartan Sveinsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 1. júní 1924, d. 11. september 2008. Kona hans Inga Valborg Einarsdóttir.
2. Haraldur Sveinsson forstjóri, framkvæmdastjóri, f. 15. júní 1925, d, 21. september 2019. Kona hans Agnes Jóhannsdóttir.
3. Leifur Sveinsson lögfræðingur, f. 6. júlí 1927, d. 15. febrúar 2014. Kona hans Halldóra Ágústína Árnadóttir.
4. Bergljót Sveinsdóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1935. Maður hennar Bragi Benediktsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.