Arnar Sigurðsson (vélfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Friðrik Arnar Sigurðsson.

Friðrik Arnar Sigurðsson vélfræðingur fæddist 9. mars 1965 í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Vatnsdal skipa- og húsasmíðameistari, f. þar 22. júlí 1928, d. 16. ágúst 2020, og kona hans Jóhanna Margrét Friðriksdóttir húsfreyja, verkakona, verkalýðsleiðtogi, f. 13. október 1930 í Reykjavík, d. 17. nóvember 2012.

Börn Jóhönnu og Sigurðar:
1. Atli Sigurðsson skipstjóri, f. 3. ágúst 1952 í Reykjavík. Kona hans er Harpa Njálsdóttir Andersen húsfreyja, f. 10. ágúst 1948.
2. Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur, f. 12. febrúar 1957 í Reykjavík. Maður hennar, (skildu), er Gunnar Þór Sigurðsson vélstjóri, rafvirkjameistari frá Svanhól, f. 7. júlí 1948.
3. Gylfi Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 26. janúar 1959 í Kópavogi. Kona hans er Guðrún Erlingsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi, fyrrv. varaþingmaður, ráðgjafi, blaðamaður.
4. Friðrik Arnar Sigurðsson vélfræðingur, f. 9. mars 1965 í Kópavogi. Fyrrum kona hans Anna Elísabet Sæmundsdóttir. Kona hans Margrét Ragnarsdóttir.

Arnar var með foreldrum sínum, bjó hjá þeim við Fjólugötu 29.
Hann lauk 2. stigi vélstjóra í Framhaldsskólanum í Eyjum 1985, nam við Vélskóla Íslands, varð vélfræðingur 1998. Hann nam viðskiptafræði í Aarhus köbmandsskole og útskrifaðist með diploma.
Arnar var vélstjóri á Bjarnarey VE 501 1986-1990, var síðan afgreiðslumaður á bílaverkstæði Jöfurs hf. í Kópavogi til 1995, var við járnsmíðar ásamt námi í Danmörku til 2001, sneri þá til Eyja og var vélstjóri á Herjólfi til 2013. Hann flutti til Noregs, var vélstjóri á þjónustuskipi við olíuiðnaðinn í Norðursjó til 2015. Þá varð hann skipaeftirlitsmaður hjá Granda til 2020, en hefur síðan unnið hjá Eimskip við skipaeftirlit.
Þau Anna Elísabet giftu sig 1993, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Margrét giftu sig 2021.

I. Kona Arnars, (10. apríl 1993, skildu), er Anna Elísabet Sæmundsdóttir frá Sauðárkróki, húsfreyja, upplýsingafulltrúi, f. 14. nóvember 1966. Foreldrar hennar Sæmundur Árni Hermannsson hótelstjóri, tollvörður, framkvæmdastjóri, hrossabóndi á Sauðárkróki, f. 11. maí 1921 á Ysta-Mói í Fljótum, d. 12. ágúst 2005, og kona hans Ása Sigríður Helgadóttir frá Staðarhóli við Kirkjuveg 57, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 18. mars 1930, d. 5. júlí 2015.
Börn þeirra:
1. Lára Margrét Arnarsdóttir grafískur hönnuður, f. 10. mars 1998.
2. Sigurvin Arnarsson námsmaður, f. 14. ágúst 2000. Hann er í sambúð með Elfu Sigurðardóttur.

II. Kona Arnars, (12. ágúst 2021), er Margrét Ragnarsdóttir sjúkraliði, f. 14. september 1968. Foreldrar hennar voru Ragnar Bragi Jóhannesson bóndi í Ásakoti í Biskupstungum, f. 30. september 1926, d. 14. ágúst 2020, og kona hans Vigdís Ása Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1932, d. 28. október 2018.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Arnar.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.