Sigurður Sigfússon (fasteignasali)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sigfússon á Ásavegi 7, byggingameistari, síðar kaupmaður, fasteignasali í Rvk fæddist 7. ágúst 1918 á Hofi á Höfðaströnd, Skagaf. og lést 8. janúar 1997.
Foreldrar hans voru Sigfús Hansson bóndi, lengst í Gröf á Höfðaströnd, f. 23. júlí 1874 á Hellulandi í Skagafirði, d. 27. mars 1946 í Gröf, og kona hans Anna Jónína Jósafatsdóttir frá Auðnum í Glaumbæjarsókn í Skagafirði, f. 26. febrúar 1879, d. 12. apríl 1941.

Bróðir Sigurðar- í Eyjum var
1. Jóhann Sigfússon útgerðarmaður, forstjóri, síðar skipamiðlari í Rvk, f. 25. nóvember 1904, d. 16. febrúar 1991.

Sigurður var með foreldrum sínum á Hofi og síðan í Gröf á Höfðaströnd.
Hann hóf trésmíðanám í Iðnskólanum á Siglufirði 1938, lauk prófum þar 1941. Hann flutti til Eyja, lauk þar sveinsprófi 1943. Hann flutti til Sauðárkróks 1945, fékk þar meistararéttindi.
Hann var með rekstur á Sauðárkróki til 1958, byggingastarfsemi, rak trésmíðaverkstæði, verslun, fiskvinnslu og sláturhús, flutti þá til Rvíkur, stofnaði þar Fasteignamiðstöðina, vann við fasteigna- og skipasölu frá 1958 til ársins 1985.
Þau Helga Guðrún giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Ásaveg 7. Þau skildu.
Þau Geirlaug giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Þau Bára Sigrún giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Sigurðar var Helga Guðrún Baldvinsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1918 í Sigríðarkoti í Holtshreppi, Skagaf., d. 13. desember 1978. Foreldrar hennar Baldvin Baldvinsson, f. 13. september 1865, d. 8. september 1921, og Jónína Jónsdóttir, f. 23. ágúst 1883, d. 4. september 1966.
Barn þeirra:
1. Freyr Baldvin Sigurðsson rafvirkjameistari á Siglufirði, f. 12. ágúst 1943 á Ásavegi 7 í Eyjum, d. 8. apríl 2011. Kona hans Steinunn Kristjana Jónsdóttir, f. 22. janúar 1943.

II. Kona Sigurðar var Geirlaug Helga Þorkelsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 20. nóvember 1922, d. 30. júní 2012. Foreldrar hennar voru Þorkell Jónsson, f. 16. október 1893, d. 29. júlí 1980, og Una Gunnlaugsdóttir, f. 27. október 1888, d. 24. júní 1974.
Börn þeirra:
2. Una Sigurðardóttir, deildarstjóri, f. 5. júní 1948. Maður hennar Ólafur Gíslason, blaðamaður.
3. Sigfús Jón Sigurðsson, byggingaiðnfræðingur, f. 26. mars 1951. Kona hans Ragnheiður Einarsdóttir, deildarstjóri.
4. Zophanías Þorkell Sigurðsson, tæknistjóri, f. 11. ágúst 1955. Kona hans Guðrún Ívars, skrifstofustjóri.
5. Alma Sigurðardóttir, háskólanemi, f. 13. mars 1957. Maður hennar Magnús Ægir Magnússon, aðstoðarbankastjóri.

III. Kona Sigurðar var Bára Sigrún Björnsdóttir, rak þvottahús, f. 19. febrúar 1930, d. 31. desember 2011. Foreldrar hennar Björn Axfjörð Jónsson bóndi á Felli í Sléttuhlíð í Skagaf., f. 30. apríl 1906, d. 18. september 1980, og Sigurbjörg Tómasdóttir, f. 12. janúar 1902, d. 5. júní 1986.
Börn þeirra:
6. Pétur Þór Sigurðsson, (kjörbarn Sigurðar), lögmaður, f. 29. mars 1954. Kona hans Jóna Bjartmarz, lögmaður.
7. Birna Sigurðardóttir, sölumaður, f. 14. október 1964.
8. Sigurður Birkir Sigurðsson, málari, f. 4. desember 1969. Unnusta hans Ása Sigríður Þrastardóttir, leiðbeinandi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 19. janúar 1997. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.