Freyr Baldvin Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Freyr Baldvin Sigurðsson.

Freyr Baldvin Sigurðsson, rafvirkjameistari á Siglufirði fæddist þar 12. ágúst 1943 á Ásavegi 7 og lést 8. apríl 2011.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigfússon húsasmíðameistari, fasteignasali, f. 7. ágúst 1918, d. 8. janúar 1997, og fyrsta kona hans Helga Guðrún Baldvinsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1918, d. 13. desember 1978.

Freyr var með foreldrum sínum í Eyjum og síðan með móður sinni í Flókadal, Skagaf., en síðan með henni á Siglufirði.
Hann lærði rafvirkjun og öðlaðist meistararéttindi.
Þau Steinunn Kristjana giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Siglufirði.
Freyr Baldvin lést 2011.

I. Kona Freys Baldvins er Steinunn Kristjana Jónsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 22. janúar 1943. Foreldrar hennar Jón Ólafur Sigurðsson, verkstjóri, f. 14. ágúst 1918, d. 4. nóvember 1997, og Unnur Helga Möller, húsfreyja, f. 10. desember 1919, d. 8. apríl 2010.
Börn þeirra:
1. Helga Freysdóttir, f. 21. mars 1963. Maður hennar Gunnlaugur Oddsson, útgerðarmaður.
2. Sigurður Freysson, verkfræðingur, f. 26. maí 1965. Kona hans Guðrún Hafdís Ágústsdóttir, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur.
3. Katrín Freysdóttir, f. 7. janúar 1977. Unnusti hennar Dagur Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 19. apríl 2011. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.