Helga Guðrún Baldvinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Guðrún Baldvinsdóttir frá Sigríðakoti í Holtahreppi, Skagaf., húsfreyja fæddist þar 28. apríl 1918 og lést 13. desember 1978.
Foreldrar hennar Baldvin Baldvinsson, f. 13. september 1865, d. 8. september 1921, og Jónína Jónsdóttir, f. 23. ágúst 1883, d. 4. september 1966.

Þau Sigurður giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Ásaveg 7. Þau skildu.
Hún bjó síðan á Siglufirði og lést 1978.

I. Maður Helgu Guðrúnar var Sigurður Sigfússon húsasmíðameistari, fasteignasali, f. 7. ágúst 1918, d. 8. janúar 1997.
Barn þeirra:
1. Freyr Baldvin Sigurðsson rafvirkjameistari á Siglufirði, f. 12. ágúst 1943 á Ásavegi 7 í Eyjum, d. 8. apríl 2011. Kona hans Steinunn Kristjana Jónsdóttir, f. 22. janúar 1943.


Heimildir

Morgunblaðið 19. janúar 1997. Minning Sigurðar.

  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.