Sigurður Jóhannsson (Höfðahúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Rúdólf Jóhannsson frá Höfðahúsi við Vesturveg 8, verkamaður, vaktmaður fæddist þar 14. október 1930 og lést 2. janúar 1997.
Foreldrar hans voru Jóhann Björnsson frá Mýnesi í Fljótsdal, S.-Múl., f. 12. nóvember 1877, d. 19. apríl 1948, og kona hans Ingibjörg Þórarinsdóttir frá Katrínarkoti á Álftanesi, húsfreyja, f. 18. febrúar 1890, d. 18. febrúar 1964.

Börn Ingibjargar og Jóhanns voru:
1. María Karólína Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1912, d. 5. júlí 1979.
2. Jóna Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. 16. nóvember 1913, d. 2. desember 1913.
3. Karl Þórarinn Jóhannsson sjómaður, f. 23. desember 1917, d. 8. maí 1969.
4. Þórir Jóhannsson verkamaður, f. 11. maí 1922, d. 24. nóvember 1968.
5. Sigurður Rúdólf Jóhannsson verkamaður, vaktmaður á Landspítala, f. 14. október 1930 í Höfðahúsi, d. 2. janúar 1997.
Fósturdóttir hjónanna:
6. Ragnhildur Sigurjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, f. 16. júlí 1918, d. 4. júlí 2009.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var verkamaður í Eyjum, vann í Fiskimjölsverksmiðjunni, en síðar var hann vaktmaður á Landspítalanum í Reykjavík.
Sigurður eignaðist barn með Guðbjörgu 1949.
Hann eignaðist barn með Guðbjörgu Sigríði 1950.
Þau Kristín Björg giftu sig 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 22 og á Brimhólabraut 32 við Gos 1973, fluttu til Reykjavíkur, bjuggu síðast við Hrefnugötu 3.
Sigurður lést 1997.
I. Barnsmóðir Sigurðar var Guðbjörg Oddgeirsdóttir frá Breiðuvík, f. 8. desember 1927, d. 5. maí 2010.
Barn þeirra:
1. Ólafur Oddgeir Sigurðsson, f. 19. maí 1949 á Kirkjuvegi 42.

II. Barnsmóðir Sigurðar er Guðbjörg Sigríður Eiríksdóttir frá Seyðisfirði, f. 1. desember 1931.
Barn þeirra:
1. Magnús Pálsson Sigurðsson, málari, f. 18. febrúar 1950 á Siglufirði. Kona hans Ásta Sigtryggsdóttir.

III. Kona Sigurðar, (24. október 1954), er Kristín Björg Pétursdóttir húsfreyja, f. 28. desember 1930. Foreldrar hennar voru Pétur Laxdal Guðvarðarson frá Gauksstöðum í Skagafirði, húsasmíðameistari, f. 13. febrúar 1908, d. 28. maí 1971, og kona hans Ingibjörg Jakobína Ögmundsdóttir húsfreyja, f. 12. janúar 1906 á Njálsstöðum í Vindhælishreppi í A.-Hún., d. 12. júní 2009.
Börn þeirra:
1. Pétur Laxdal Sigurðsson, f. 6. apríl 1954 að Heiðarvegi 22. Kona hans Helga Guðlaugsdóttir.
2. Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 7. desember 1958. Maður hennar Hjálmar Sveinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.