Þórir Jóhannsson (Höfðahúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórir Jóhannsson frá Höfðahúsi við Vesturveg 8, verkamaður, húsvörður fæddist 11. maí 1922 og lést 24. nóvember 1968.
Foreldrar hans voru Jóhann Björnsson frá Mýnesi í Fljótsdal, S.-Múl., skipstjóri, f. 12. nóvember 1877, d. 19. apríl 1948, og kona hans Ingibjörg Þórarinsdóttir frá Kóngsgerði í Leiru, Gull., húsfreyja, f. 18. febrúar 1890, d. 18. febrúar 1964.

Börn Ingibjargar og Jóhanns voru:
1. María Karólína Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1912, d. 5. júlí 1979.
2. Jóna Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. 16. nóvember 1913, d. 2. desember 1913.
3. Karl Þórarinn Jóhannsson sjómaður, f. 23. desember 1917, d. 8. maí 1969.
4. Þórir Jóhannsson verkamaður, húsvörður, f. 11. maí 1922, d. 24. nóvember 1968.
5. Sigurður Rúdólf Jóhannsson verkamaður, vaktmaður á Landspítala, f. 14. október 1930 í Höfðahúsi, d. 2. janúar 1997.
Fósturdóttir hjónanna:
6. Ragnhildur Sigurjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, f. 16. júlí 1918, d. 4. júlí 2009.

Þórir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var verkamaður, síðar húsvörður á Selfossi.
Þau Margrét Ólafía giftu sig 1950, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Minni-Núpi við Brekastíg 4, byggðu Heiðarveg 22 og bjuggu þar uns þau fluttust á Selfoss 1959. Þórir varð húsvörður hjá Mjólkurbúi Flóamanna, en Margrét starfaði í mötuneyti mjólkurbúsins.
Þórir lést 1968 og Margrét 2007.

I. Kona Þóris, (11. nóvember 1950), var Margrét Ólafía Magnúsdóttir frá Árbæ við Brekastíg 7, húsfreyja, starfsmaður í mötuneyti, f. 8. janúar 1932 í Njarðvík, Gull., d. 1. mars 2007.
Börn þeirra:
1. Jóhann Þórisson, f. 20. febrúar 1950 í Árbæ. Fyrrum kona hans var Kristín Árnadóttir. Sambýliskona Jóhanns er Þórný Kristmannsdóttir.
2. Erlendur Þórisson, f. 15. febrúar 1957 á Minna-Núpi. Kona hans er Harpa Kristinsdóttir.
3. Magnús Þórisson, f. 9. maí 1966. Barnsmóðir hans er Valgerður Jóhannesdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.