Sigurður Gunnsteinsson (Stafholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Gunnsteinsson.

Jóhann Sigurður Gunnsteinsson frá Stafholti, framkvæmdastjóri, stöðvarstjóri fæddist 4. febrúar 1925 þar og lést 1. mars 2008. Foreldrar hans voru Gunnsteinn Eyjólfsson frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, f. 14. mars 1893, d. 27. mars 1972, og kona hans Gróa Þorleifsdóttir í Stafholti, húsfreyja, verkakona frá Miðhúsum í Hvolhreppi, f. 20. október 1896, d. 10. júlí 1991.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Á æskuárum átti hann gildan þátt í íþróttastarfsemi í Eyjum.
Hann kvæntist Margréti 1950 og eignaðist með henni fjögur börn.
Hann átti og rak Efnalaugina Straum við Skólaveg, varð stöðvarstjóri Loftleiða í Eyjum.
Þau Margrét Anna byggðu hús við Hilmisgötu 13 og bjuggu þar.
Þau fluttust til Kópavogs 1958 og Sigurður hélt áfram störfum fyrir flugfélagið, var verkstjóri hjá því, en síðar sá hann um fragtflutninga fyrir Flugleiðir milli Reykjavíkur og Keflavíkur.

Kona Sigurðar, (24. desember 1950), var Margrét Anna Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 20. júlí 1925, d. 27. september 2016.
Börn þeirra:
1. Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri, bæjarfulltrúi, bæjarstjóri í Kópvogi, f. 26. ágúst 1950. Kona hans er Dýrleif Egilsdóttir húsfreyja, námsráðgjafi, f. 4. apríl 1953 á Sauðárkróki.
2. Þorgerður Ester Sigurðardóttir húsfreyja, markaðsstjóri, læknaritari, f. 24. júní 1953 að Hilmisgötu 13. Maður hennar er Einar Ólafsson lyfjafræðingur, forstjóri, f. 29. febrúar 1956.
3. Jón Grétar Sigurðsson flugvirki, flugmaður, f. 5. janúar 1959 að Lindarvegi 7 í Kópavogi. Kona hans er Sveinbjörg Hólmfríður Eggertsdóttir húsfreyja, fjármálastjóri, f. 18. nóvember 1956. Barnsmóðir hans Guðrún Jónsdóttir.
4. Anna Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, sölumaður, skrifstofumaður, f. 1. febrúar 1966. Maður hennar er Guðni Einarsson rafeindavirki, forstjóri, f. 14. maí 1969.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.