Þorgerður Ester Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorgerður Ester Sigurðardóttir húsfreyja, læknaritari, markaðsstjóri fæddist 24. júní 1953 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigurður Gunnsteinsson framkvæmdastjóri, stöðvarstjóri, f. 4. febrúar 1925 í Stafholti við Víðisveg7B, d. 1. mars 2008, og kona hans Margrét Anna Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 20. júlí 1925, d. 27. september 2016.

Börn Margrétar og Sigurðar:
1. Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri, bæjarstjóri í Kópvogi, f. 26. ágúst 1950. Kona hans er Dýrleif Egilsdóttir húsfreyja, námsráðgjafi, f. 4. apríl 1953.
2. Þorgerður Ester Sigurðardóttir húsfreyja, læknaritari, markaðsstjóri, f. 24. júní 1953 að Hilmisgötu 13. Maður hennar Einar Ólafsson forstjóri, f. 29. febrúar 1956.
3. Jón Grétar Sigurðsson flugvirki, flugmaður, f. 5. janúar 1959 að Lindarvegi 7 í Kópavogi. Kona hans er Sveinbjörg Eggertsdóttir húsfreyja, fjármálastjóri, f. 18. nóvember 1956. Barnsmóðir hans Guðrún Jónsdóttir.
4. Anna Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, sölumaður, skrifstofumaður, f. 1. febrúar 1966. Maður hennar Guðni Einarsson rafeindavirki, forstjóri, f. 14. maí 1969.

Þau Einar giftu sig 1979, eignuðust tvö börn.

I. Maður Þorgerðar Esterar, (23. júní 1979), er Einar Ólafsson lyfjafræðingur, forstjóri, f. 29. febrúar 1956 í Rvk. Foreldrar hans Páll Ólafur Kjartansson hárskeri í Rvk, f. 25. júlí 1928, d. 1. janúar 2018, og kona hans Villa María Einarsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 12. desember 1928 í Eyjum, d. 6. mars 2022.
Börn þeirra:
1. Ólafur Páll Einarsson, f. 23. febrúar 1982 í Khöfn.
2. Margrét Anna Einarsdóttir, f. 32. ágúst 1984 í Rvk.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Pálsætt á Ströndum: Niðjatal Páls Jónssonar bónda á Kaldbak í Kaldrananeshreppi og konu hans Sigríðar Magnúsdóttur. Höfundur Pálína Magnúsdóttir. Framlag frá Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar. Útgefandi Líf og saga, 1991.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.