Sigurður Gíslason (Haukfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Gíslason.

Sigurður Gíslason frá Haukfelli við Hvítingaveg 2, sjómaður, verkstjóri, ,,þúsund þjala smiður‘‘ fæddist þar 1. september 1923 og lést 22. maí 2010 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Gísli Jónsson frá Núpi u. Eyjafjöllum, skipstjóri, f. þar 18. mars 1889, d. 30. desember 1931, og sambúðarkona hans Sesselja Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Bjargarsteini, Stafholtstungum, Mýr., húsfreyja, f. þar 26. ágúst 1894, d. 19. júní 1971.

Börn Ingibjargar og Gísla:
1. Ágúst Hólm Valdimarsson, sonur Ingibjargar, f. 17. ágúst 1915 í Reykjavík, d. 27. apríl 1947.
2. Guðný Gísladóttir, f. 21. nóvember 1918 í Höfðahúsi, d. 5. júní 2001.
3. Sigríður Kamilla Gísladóttir, f. 26. október 1919 í Uppsölum, d. 14. mars 2009.
4. Pétur Gíslason, f. 11. febrúar 1922 í Uppsölum, d. 21. febrúar 1936.
5. Sigurður Gíslason, f. 1. september 1923 á Haukfelli, d. 22. maí 2010.
6. Ársæll Gíslason, f. 31. desember 1925, d. 31. mars 1927.
7. Sigurjón Steinar Gíslason, f. 20. desember 1927 á Haukfelli, d. 3. ágúst 1935.
8. Guðmundur Borgar Gíslason, f. 30. september 1930 á Haukfelli, d. 24. mars 2018.
9. Gísli Ingimar Gíslason, f. 15. febrúar 1932, d. 4. júlí 1935.

Sigurður var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Sigurður var átta ára. Hann flutti með móður sinni til lands 1939.
Sigurður varð sjómaður, sigldi í Heimsstyrjöldinni síðari, m.a á mb. Sverri til Bretlands, vann í landi við málmsteypu, fékkst við trilluútgerð. Hann var verkstjóri í Últíma og á Álafossi, en fékkst einnig við vefnað á eigin vegum. Hann smíðaði þrjár trillur í bílskúrnum í Bakkagerði og síðustu árin fékkst hann við að mála og tálga úr tré.
Þau Hrefna hófu sambúð, eignuðust ekki börn. Þau reistu hús í Bakkagerði 14 í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík.
Hrefna lést 1997 og Sigurður 2010.

I. Sambúðarkona Sigurðar var Hrefna Magnúsdóttir frá Sandaseli í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja, f. þar 11. júlí 1921, d. 3. janúar 1997.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 28. maí 2010. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.