Gísli Jónsson (Haukfelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Jónsson frá Núpi u. Eyjafjöllum, skipstjóri fæddist þar 18. mars 1889 og lést 30. desember 1931 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Benónýsson frá Holtssókn, V.-Skaft., bóndi, f. 15. október 1852, d. 16. nóvember 1935 og kona hans Guðný Sigurðardóttir frá Núpi, húsfreyja, f. 1862, d. 4. apríl 1898.

Gísli var með foreldrum sínum á Núpi 1890, en móðir hans lést, er hann var 9 ára. Hann var með föður sínum á Núpi 1901. Hann flutti til Eyja 1910 frá Hrútafelli og var hjú í Gröf á því ári.
Hann var skipstjóri.
Þau Ingibjörg hófu búskap, eignuðust níu börn, en fjögur komust ekki til fullorðinsára. Þau bjuggu í Höfðahúsi við Vesturveg 8, í Uppsölum-efri, en lengst á Haukfelli við Hvítingaveg 2.
Gísli lést 1931 og Ingibjörg 1971.

I. Sambúðarkona Gísla var Sesselja Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Bjargarsteini í Stafholtstungum, Mýras., f. 26. ágúst 1894, d. 19. júní 1971.
Börn Ingibjargar og Gísla:
1. Ágúst Hólm Valdimarsson, sonur Ingibjargar, f. 17. ágúst 1915 í Reykjavík, d. 27. apríl 1947.
2. Guðný Gísladóttir, f. 21. nóvember 1918 í Höfðahúsi, d. 5. júní 2001.
3. Sigríður Kamilla Gísladóttir, f. 26. október 1919 í Uppsölum, d. 14. mars 2009.
4. Pétur Gíslason, f. 11. febrúar 1922 í Uppsölum, d. 21. febrúar 1936.
5. Sigurður Gíslason, f. 1. september 1923 á Haukfelli, d. 22. maí 2010.
6. Ársæll Gíslason, f. 31. desember 1925, d. 31. mars 1927.
7. Sigurjón Steinar Gíslason, f. 20. desember 1927 á Haukfelli, d. 3. ágúst 1935.
8. Guðmundur Borgar Gíslason, f. 30. september 1930 á Haukfelli, d. 24. mars 2018.
9. Gísli Ingimar Gíslason, f. 15. febrúar 1932, d. 4. júlí 1935.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.