Sigríður Kamilla Gísladóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Kamilla Gísladóttir.

Sigríður Kamilla Gísladóttir frá Haukfelli við Hvítingaveg 2 húsfreyja fæddist þar 26. október 1919 í Uppsölum og lést 14. mars 2009 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson frá Núpi u. Eyjafjöllum, skipstjóri, f. þar 18. mars 1889, d. 30. desember 1931, og sambúðarkona hans Sesselja Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Bjargarsteini, Stafholtstungum, Mýr., húsfreyja, f. þar 26. ágúst 1894, d. 19. júní 1971.

Börn Ingibjargar og Gísla:
1. Ágúst Hólm Valdimarsson, sonur Ingibjargar, f. 17. ágúst 1915 í Reykjavík, d. 27. apríl 1947.
2. Guðný Gísladóttir, f. 21. nóvember 1918 í Höfðahúsi, d. 5. júní 2001.
3. Sigríður Kamilla Gísladóttir, f. 26. október 1919 í Uppsölum, d. 14. mars 2009.
4. Pétur Gíslason, f. 11. febrúar 1922 í Uppsölum, d. 21. febrúar 1936.
5. Sigurður Gíslason, f. 1. september 1923 á Haukfelli, d. 22. maí 2010.
6. Ársæll Gíslason, f. 31. desember 1925, d. 31. mars 1927.
7. Sigurjón Steinar Gíslason, f. 20. desember 1927 á Haukfelli, d. 3. ágúst 1935.
8. Guðmundur Borgar Gíslason, f. 30. september 1930 á Haukfelli, d. 24. mars 2018.
9. Gísli Ingimar Gíslason, f. 15. febrúar 1932, d. 4. júlí 1935.

Sigríður var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á þrettánda árinu.
Á yngri árum vann Sigríður við fiskiðnað í Eyjum. Hún var vinnukona og ráðskona á Akureyri og á Þórshöfn. Þá starfaði hún í fimm ár í Kexverksmiðjunni Esju.
Hún tók þátt í starfi kvennadeildar Slysavarnafélags Íslands og Kvenfélagsins Heimaeyjar.
Þau Jón giftu sig 1945, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í sumarbústað í Selási í Reykjavík, síðan að Sunnuhvoli við Háteigsveg, en frá 1854 til 1992 í húsi sínu í Hvammsgerði 14 í Smáíbúðahverfi, og frá 1992 við Sléttuveg 13.
Sigríður lést 2009.
Jón Páll lést 2010 á hjúkrunarheimilinu Skjóli.

I. Maður Sigríðar Kamillu, (23. desember 1945), var Jón Páll Guðmundsson frá Suðureyri í Súgandafirði, sjómaður á skipum Landhelgisgæslunnar, vertríðarbátum, strandferðaskipum, vörubifreiðastjóri og lagermaður, f. þar 4. mars 1923, d. 29. júlí 2010. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorleifur Geirmundsson, f. 24. október 1883, d. 24. október 1948, og Valgerður Friðrika Hallbjörnsdóttir, f. 30. júní 1889, d. 8. mars 1932.
Börn þeirra:
1. Valgerður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 14. október 1945. Barnsfaðir hennar Rafn Árnason. Fyrrum maður hennar Kristján Jóhannesson.
2. Ágúst Ingi Jónsson blaðamaður, f. 31. janúar 1951. Kona hans var Ingileif Ólafsdóttir, látin. Sambúðarkona hans er Margrét Theodórsdóttir.
3. Gísli Hafþór Jónsson húsasmiður, f. 29. janúar 1955. Kona hans Jóhanna Úlfarsdóttir.
4. Ásrún Jónsdóttir þroskaþjálfi, f. 17. júní 1956. Barnsfaðir hennar Trausti Haraldsson. Maður hennar Árni Már Björnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 20. mars 2009. Minning.
  • Morgunblaðið 9. ágúst 2010. Minning Jóns Páls.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.