Sigurbergur Guðnason (Steini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Sigurbergur Guðnason frá Steini við Vesturveg 10, sjómaður, vélstjóri, iðnverkamaður fæddist 22. október 1936 á Sólheimum við Njarðarstíg 15.
Foreldrar hans voru Guðni Runólfsson frá Vík í Mýrdal, sjómaður, f. 25. september 1910, d. 9. júní 1980, og kona hans Vilborg Guðjóna Sigurbergsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 10. júlí 1913, d. 27. október 1990.

Börn Vilborgar og Guðna:
1. Jóhann Sigurbergur Guðnason, f. 22. október 1936 á Sólheimum.
2. Ragnar Matthías Guðnason, f. 7. janúar 1942 á Vestmannabraut 74.
3. Vilhjálmur Guðnason, f. 12. ágúst 1950 á Steini, d. 7. nóvember 1950.
4. Lilja Guðnadóttir, f. 14. desember 1952 á Steini.

Sigurbergur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var snemma sjómaður, lauk vélstjóraprófi 18 ára, var vélstjóri m.a. á Ófeigi III. og Hilmi.
Þau Elín Lilja giftu sig 1958, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Steini við Vesturveg 10 í fyrstu, byggðu húsið við Sóleyjargötu 6 og bjuggu þar 1951-1972.
Sigurbergur vann síðar hjá plastverksmiðjunni SET á Selfossi, í eigu Einars Elíassonar.
Þau fluttu að Selfossi við Gosið, búa að Úthaga 15.

I. Kona Sigurbergs, (16. nóvember 1958), er Elín Lilja Árnadóttir frá Litla-Hrauni, f. 16. nóvember 1939 í Langa-Hvammi.
Börn þeirra:
1. Sigurður Árni Sigurbergsson vélvirkjameistari, plötusmiður, f. 23. maí 1957 í Eyjum, d. 8. ágúst 2001. Kona hans Hrefna Guðjónsdóttir.
2. Guðný Ósk Sigurbergsdóttir húsfreyja, ræstitæknir á Selfossi, f. 27. september 1958 í Eyjum. Maður hennar Arnlaugur Bergsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.