Elín Lilja Árnadóttir (Litla-Hrauni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Elín Lilja Árnadóttir)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Lilja Árnadóttir frá Litla-Hrauni, húsfreyja fæddist 16. nóvember 1939 í Langa-Hvammi.
Foreldrar hennar voru Árni Sveinbjörn Kjartan Sigurðsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, netagerðarmaður, f. 20. október 1903, d. 13. janúar 1997, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Drangshlíðardal u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 9. ágúst 1909, d. 8. ágúst 1985.

Elín Lilja var með foreldrum sínum í æsku, í Langa-Hvammi, Steinholti við Kirkjuveg 9a og á Litla-Hrauni við Vesturveg 17b.
Hún lauk þriðja bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1955.
Þau Sigurbergur giftu sig 1958, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Steini við Vesturveg 10 í fyrstu, byggðu húsið við Sóleyjargötu 6 og bjuggu þar 1951-1972.
Þau fluttu að Selfossi við Gosið, búa að Úthaga 15.

I. Maður Elínar Lilju, (16. nóvember 1958), er Jóhann Sigurbergur Guðnason frá Steini við Vesturveg 10, sjómaður, vélstjóri, iðnverkamaður, f. 22. október 1936 á Sólheimum.
Börn þeirra:
1. Sigurður Árni Sigurbergsson, f. 23. maí 1957 í Eyjum, d. 8. ágúst 2001. Kona hans Hrefna Guðjónsdóttir.
2. Guðný Ósk Sigurbergsdóttir húsfreyja, ræstitæknir á Selfossi, f. 27. september 1958 í Eyjum. Maður hennar Arnlaugur Bergsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.