Sigríður Helgadóttir (Bjarma)
Sigríður Helgadóttir húsfreyja, kaupmaður fæddist 8. mars 1903 í Keflavík, Gull. og lést 15. apríl 1954.
Foreldrar hennar voru Helgi Eiríksson frá Karlsskála í Reyðarfirði, bakarameistari í Keflavík og á Akureyri, kaupmaður í Reykjavík, f. 7. janúar 1878, d. 5. júní 1940, og Sesselja Árnadóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 1. júlí 1879, d. 17. febrúar 1963.
Sigríður var með foreldrum sínum í Keflavík við fæðingu, með þeim á Strandgötu 41 á Akureyri 1910, með þeim á Aðalstræti 24 á Ísafirði 1920.
Hún gekk í skóla á Englandi.
Þau Hjálmur giftu sig 1928, eignuðust tvíbura. Þau bjuggu í Bjarma.
Hjálmur lést 1933.
Sigríður flutti til Reykjavíkur 1934, stofnaði hattaverslun, sem varð Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur 1938, var frumherji í útgáfu hljómplatna frá 1945. Hún rak fyrirtækið til dauðadags 1954, en Helgi sonur hennar varð framkvæmdastjóri 1952 og rak verslunina til 1970, er hún var lögð niður.
I. Maður Sigríðar, (á jólum 1928), var Hjálmur Konráðsson kaupfélagsstjóri, f. 23. nóvember 1895, d. 17. desember 1933.
Börn þeirra, tvíburar:
1. Pétur Hjálmsson búfræðikandídat, héraðsráðunautur, fulltrúi, f. 24. ágúst 1929, d. 2. október 2011. Kona hans Ólöf Sjöfn Gísladóttir.
2. Helgi Konráðs Hjálmsson forstjóri, f. 24. ágúst 1929. Kona hans Ingibjörg Björnsdóttir.
Sigríður fóstraði son Klöru systur sinnar:
3. Magnús Kristjánsson myndlista- og veitingamaður á Spáni, síðar í Reykjavík, f. 26. apríl 1934, d. 3. apríl 1996.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 24. apríl 1954. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Wikipedia.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.