Runólfur Jónsson (Elínarhúsi)
Runólfur Jónsson vinnumaður í Elínarhúsi fæddist 1834 í Svínadal í Skaftártungu og drukknaði 14. júlí 1864.
Foreldrar hans voru Jón Runólfsson bóndi í Svínadal, f. 1797 þar, d. 11. ágúst 1873 þar, og kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1809 á Hunkubökkum á Síðu, d. 6. janúar 1879 í Svínadal.
Runólfur var með foreldrum sínum til 1857, var vinnumaður í Hrífunesi í Skaftártungu 1857-1860, í Hlíð þar 1860-1864.
Hann fluttist til Eyja 1864, var vinnumaður í Elínarhúsi, er hann drukknaði við Mýrdal.
Barnsmóðir Runólfs að tveim börnum var Guðrún Einarsdóttir vinnukona, f. 6. febrúar 1818 í Þykkvabæ í Landbroti, d. 29. ágúst 1895 í Sauðhúsnesi í Álftaveri.
Börn þeirra voru:
1. Guðrún Runólfsdóttir, f. 25. ágúst 1855, d. 24. febrúar 1864 í Svínadal.
2. Árni Runólfsson bóndi í Sauðhúsnesi, f. 27. nóvember 1857 í Svínadal, d. 26. janúar 1897 í Sauðhúsnesi.
Sambýliskona Árna var Gyða í Mandal.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Sigríður Árnadóttir húsfreyja í Merkisteini, f. 10. apríl 1886, d. 19. september 1972, kona Sigurðar Björnssonar bátasmiðs. Þau voru foreldrar Jóns Ísaks Sigurðssonar lóðs. Síðari maður hennar (1948) var Þorbjörn Arnbjörnsson og var hún seinni kona hans.
2. Stefán Árnason yfirlögregluþjónn og leiklistarmaður, f. 31. desember 1892, d. 29. júlí 1977.
3. Guðmundur, f. 3. mars 1895, d. 31. desember 1915.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.