Guðfinna Gísladóttir (Juliushaab)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinna Gísladóttir húsfreyja í Syðstu-Mörk og síðar í dvöl hjá Gísla syni sínum í Juliushaab fæddist 15. ágúst 1807 og lést 11. nóvember 1894.
Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson bóndi í Hallgeirsey, f. 1769, d. 19. júlí 1846, og fyrri kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, skírð 12. nóvember 1775, d. 10. ágúst 1808.

Bræður Guðfinnu í Eyjum voru:
1. Jón Gíslason bóndi í Stakkagerði, skírður 11. mars 1797, d. 23. desember 1865, sambýlismaður Guðfinnu Guðmundsdóttur húsfreyju og ljósmóður, síðar maður Sesselju Sigurðardóttur húsfreyju og ljósmóður.
2. Ólafur Gíslason sjómaður í Grímshjalli og Nýjabæjarhjalli, vinnumaður hjá Jóni bróður sínum í Stakkagerði 1850, f. 13. nóvember 1803, d. 4. júní 1855.

Maður Guðfinnu var Engilbert Ólafsson bóndi í Syðstu-Mörk, f. 28. febrúar 1806, d. 7. júní 1873.
Meðal barna þeirra voru:
1. Gísli Engilbertsson verslunarstjóri og skáld í Juliushaab, (Tanganum), f. 14. ágúst 1834, d. 8. ágúst 1919.
2. Engilbert Engilbertsson verslunarmaður í Jómsborg, f. 1850, d. 21. september 1896.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.