Matthildur Ólafsdóttir (Lundi)
Matthildur Ólafsdóttir á Lundi fæddist 27. maí 1897 og lést 9. júlí 1918.
Foreldrar hennar voru Ólafur Svipmundsson bóndi á Loftsölum í Mýrdal, síðar búsettur á Löndum, f. 27. maí 1867 á Loftsölum í Mýrdal, d. 1. júní 1946 í Eyjum, og kona hans Þorbjörg Pétursdóttir húsfreyja á Loftsölum, f. 1. september 1864 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 18. ágúst 1903 á Loftsölum.
Fósturforeldrar hennar voru Gísli Engilbertsson verslunarstjóri í Juliushaab og kona hans Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja.
Bróðir Matthildar var
1. Árni Ólafsson, f. 18. janúar 1896, fórst með v/b Adólf VE-191 3. mars 1918, ókvæntur og barnlaus.
Matthildur var fóstruð á Lundi eftir lát Þorbjargar móður sinnar 1903, en lést 1918, á sama ári og bróðir hennar Árni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.