Ragna Vilhjálmsdóttir (Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragna Vilhjálmsdóttir frá Litla-Gerði, húsfreyja fæddist 3. febrúar 1916 og lést 3. desember 1979.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Brandsson frá Reynishjáleigu í Mýrdal, gullsmiður, leturgrafari, f. 21. apríl 1878, d. 27. september 1953, og kona hans, (skildu), Jónína Guðlaug Þórðardóttir, f. 29. júní 1880 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 18. maí 1969.

Börn Jónínu og Vilhjálms:
1. Héðinn Vilhjálmsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 19. september 1914 á Hvoli, d. 26. janúar 1995.
2. Ragna Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 3. febrúar 1916 á Jaðri, d. 3. desember 1979.
3. Andvana tvíburi, f. 3. janúar 1916.
4. Hulda Sigurborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 15. mars 1917 á Jaðri, d. 6. maí 2010.
Barn Vilhjálms með Helgu Jónsdóttur Bachman:
5. Vilhjálmur Haraldur Vilhjálmsson í Reynishjáleigu, f. 22. október 1908 í Reykjavík, d. 14. maí 1970.

Foreldrar Rögnu skildu og hún var fóstruð í Litla-Gerði frá 1918.
Hún gekk í húsmæðraskóla.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust tvö börn, en síðara barnið fæddist andvana.
Þau bjuggu í fyrstu á Löndum, síðan á Vestmannabraut 49, Heiðarvegi 49 og Heiðarvegi 58.
Sigurður lést 1967 og Ragna 1979.

I. Maður Rögnu var Björgvin Sigurður Stefánsson frá Fáskrúðsfirði, sjómaður, verkalýðsleiðtogi, f. 26. janúar 1915, d. 23. september 1967.
Börn þeirra:
1. Hrafnhildur Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, skrifstofumaður, f. 12. október 1944 á Löndum.
2. Andvana drengur, f. 17. október 1949 á Vestmannabraut 49.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.