Héðinn Vilhjálmsson (Götu)
Héðinn Vilhjálmsson frá Götu, loftskeytamaður í Reykjavík fæddist 19. september 1914 á Hvoli við Heimagötu og lést 26. janúar 1995.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Brandsson frá Reynishjáleigu í Mýrdal, gullsmiður, leturgrafari, f. 21. apríl 1878, d. 27. september 1953, og kona hans, (skildu), Jónína Guðlaug Þórðardóttir, f. 29. júní 1880 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 18. maí 1969.
Börn Jónínu og Vilhjálms:
1. Héðinn Vilhjálmsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 19. september 1914 á Hvoli, d. 26. janúar 1995.
2. Ragna Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 3. febrúar 1916 á Jaðri, d. 3. desember 1979.
3. Andvana tvíburi, f. 3. janúar 1916.
4. Hulda Sigurborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 15. mars 1917 á Jaðri, d. 6. maí 2010.
Barn Vilhjálms með Helgu Jónsdóttur Bachman:
5. Vilhjálmur Haraldur Vilhjálmsson í Reynishjáleigu, f. 22. október 1908 í Reykjavík, d. 14. maí 1970.
Foreldrar Héðins skildu 1918.
Hann var með móður sinni á Jaðri, í Götu við Herjólfsgötu 12A 1920, með henni í
Dalbæ 1925 og 1930 og fluttist til Reykjavíkur.
Hann lauk prófi í loftskeytaskóla Ottós B. Arnar 1933, var loftskeytamaður á ýmsum skipum 1934-1946, t.d. v/s Óðni, b/v Reykjaborg 1936, b/v Arinbirni hersi, b/v Gylli og b/v Agli Skallagrímssyni 1940-1946 (hét Drangey frá 1944).
Héðinn vann við flugþjónustuna í Gufunesi 1946-1978, var loftskeytamaður á flugvélum stundum í forföllum 1948-1956.
Þau Helga Kristín giftu sig 1924, eignuðust þrjú börn, en slitu samvistir.
Héðinn lést 1995.
I. Kona Héðins, 4. apríl 1942), var Helga Kristín Magnúsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 21. febrúar 1924, d. 22. október 2017. Foreldrar hennar voru Magnús Kjartansson málarameistari í Hafnarfirði, f. 11. nóvember 1885 í Sauðlauksdal í Barðastrandarsýslu, d. 13. september 1955 í Hafnarfirði, og kona hans Sigurrós Guðný Sveinsdóttir húsfreyja, verkalýðsleiðtogi í Hafnarfirði, f. 13. september 1897 í Hafnarfirði, d. 13. maí 1991.
Börn þeirra:
1. Birna Héðinsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 12. ágúst 1942, d. 13. mars 2008. Maður hennar Fred Carvalho.
2. Ragnhildur Rósa Héðinsdóttir fegrunarfræðingur, f. 12. febrúar 1946. Maður hennar Gils Stefánsson.
3. Magnús Már Héðinsson, f. 9. ágúst 1949, d. 22. febrúar 1955 af slysförum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.