Jónína G. Þórðardóttir (Götu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónína Guðlaug Þórðardóttir húsfreyja frá Hellum í Mýrdal fæddist 10. júlí 1881 í Kerlingardal þar og lést 18. maí 1969.
Faðir hennar var Þórður bóndi á Hellum, f. 3. september 1848 í Skammadal í Mýrdal, d. 17. maí 1891 á Hellum, Jónsson bónda í Skammadal, f. 9. nóvember 1801 í Fjósum þar, d. 22. desember 1879 í Skammadal, Þórðarsonar bónda síðast í Skammadal, f. 1770, d. 22. júlí 1842 í Skammadal, Einarssonar, og konu Þórðar, Emerentíönu húsfreyju, f. 1769 á Kaldrananesi í Mýrdal, d. 27. apríl 1845 í Skammadal, Árnadóttur.
Móðir Þórðar á Hellum og kona Jóns í Skammadal var (23. júlí 1835) Guðrún húsfreyja, f. 18. janúar 1817 á Brekkum í Mýrdal, d. 29. júlí 1892 í Reynishólum þar, Jakobsdóttir bónda á Brekkum og Litlu-Hólum í Mýrdal, f. 1777, d. 2. febrúar 1851 í Fjósum þar, og konu Jakobs, Karítasar húsfreyju, f. 1788 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 4. apríl 1844 í Fjósum, Þorsteinsdóttur.

Móðir Jónínu Guðlaugar og kona Þórðar á Hellum var, (1878), Ragnhildur húsfreyja; var hjá Jóni Þórðarsyni syni sínum á Nýlendu í Eyjum 1910, f. 30. janúar 1854 á Núpi undir Eyjafjöllum, d. 4. desember 1938 í Eyjum, Jónsdóttir bónda á Núpi, f. 1829, Hannessonar bónda í Vallatúni undir Eyjafjöllum 1835, f. í september 1797 á Brekkum í Mýrdal, og konu Hannesar, Hildar húsfreyju, f. um 1793 að Steinum undir Eyjafjöllum, Eiríksdóttur.
Móðir Ragnhildar og barnsmóðir Jóns á Núpi var Sigríður, vinnukona, f. 1829 í Jórvík í Álftaveri, Gunnsteinsdóttir bónda lengst í Kerlingardal, f. 22. október 1800 í Hörgsdal á Síðu, d. 8. nóvember 1881 í Hvammi í Skaftártungu, Runólfssonar, og konu Gunnsteins, (11. september 1823), Ragnhildar húsfreyju, f. 24. október 1802 á Undirhrauni í Meðallandi, d. 2. júlí 1879 í Kerlingardal, Jónsdóttur.

Börn Ragnhildar og Þórðar:
1. Sigríður Ragnhildur Þórðardóttir, f. 5. júlí 1879, d. 5. febrúar 1881.
2. Jónína Guðlaug Þórðardóttir, f. 29. júní 1880, d. 18. maí 1969, kona (skildu) Vilhjálms Brandssonar, f. 1878.
3. Sigríður Ragnhildur Þórðardóttir, f. 27. maí 1882, d. 22. júlí sama ár.
4. Sigurfinna Þórðardóttir húsfreyja í Gerði, f. 1883.
5. Jón Þórðarson, f. 2. júní 1886, d. 24. sama mánaðar.
6. Jón Þórðarson á Nýlendu, síðar í Hólum, f. 24. júlí 1887, d. 16. júní 1948.
7. Guðrún Þórðardóttir, f. 2. desember 1888, húsfreyja á Ljótarstöðum í Skaftártungu og á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri.
8. Gunnsteinn Þórðarson landverkamaður, sjómaður, f. 11. desember 1889, drukknaði af vélbáti í Eyjum 24. mars 1908.
9. Þórður Benóní Þórðarson skipstjóri í Point Roberts í Washington ríki í Bandaríkjunum, f. 28. janúar 1892.
Hálfbróðir þeirra, sammæddur, var
10. Sigurður Magnússon landvinnumaður og sjómaður, síðast á Hólum, f. 17. mars 1896, d. 27. nóvember 1918.

Jónína var með foreldrum sínum í Kerlingardal og á Hellum. Faðir hennar lést, er hún var tæpra 10 ára.
Hún var léttastúlka í Norður-Hvammi 1894-1895, vinnukona í Vík 1901-1904, fór þá að Skálholti í Biskupstungum.
Hún fluttist til Ísafjarðar og var bústýra Páls Sigurðssonar, eignaðist með honum Jóhann Steinar 1909.
Jónína fluttist frá Ísafirði til Eyja með Jóhann 1909, var bústýra Páls á Bólstað 1910. Með þeim var Jóhann Steinar sonur þeirra og Gústaf Adólf sonur Páls.
Jónína fluttist til Víkur í Mýrdal með Jóhann, var þar lausakona 1912-1913. Þá sneri hún til Eyja með Jóhann, en hann var fóstraður í Norður-Vík 1915-1916, tökubarn og síðan vinnumaður á Stóru-Heiði til 1933, lausamaður þar til 1935, en kvæntist síðla á því ári í Eyjum.
Þau Vilhjálmur Brandsson giftu sig 1915 og bjuggu á Jaðri með barni á fyrsta ári og enn 1917. Þau skildu 1918.
Jónína var í Götu við Herjólfsgötu 12A 1920 með Héðin hjá sér. Ragna var í fóstri hjá Sigurfinnu móðursystur sinni í Litla-Gerði, en Hulda Sigurborg fór í fóstur í Suður-Vík í Mýrdal 1919.
Jóhann fór í fóstur í Norður-Vík 1915-1916, var síðan tökubarn og þá vinnumaður á Stóru-Heiði til 1933, lausamaður þar til 1935, fluttist þá til Eyja, kvæntist þar síðla á því ári.
Jónína bjó í Eyjum, var í Dalbæ, (Vestmannabraut 9) með Héðin með sér 1925 og enn 1930. Hún fluttist til Reykjavíkur 1934.
Jónína lést 1969 og var grafin í Reyniskirkjugarði í Mýrdal.

I. Barnsfaðir og sambýlismaður Jónínu Guðlaugar var Páll Sigurðsson, þá á Ísafirði, trésmiður frá Þykkvabæjarklaustri, síðar í Reykjavík, á Ísafirði og í Eyjum, f. 5. febrúar 1861, d. 8. júní 1914 í Reykjavík.
Barn þeirra var
1. Jóhann Steinar Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður í Eyjum, f. 21. apríl 1909 á Ísafirði, d. 16. febrúar 2000.

II. Maður Jónínu, (10. júlí 1915, skildu), var Vilhjálmur Brandsson gullsmiður, leturgrafari, síðar í Langa-Hvammi, f. 21. apríl 1878 í Reynishjáleigu í Mýrdal, d. 27. september 1953.
Börn þeirra:
2. Héðinn Vilhjálmsson loftskeytamaður, f. 19. september 1914, d. 26. janúar 1995.
3. Ragna Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 3. febrúar 1916, d. 3. desember 1979.
4. Hulda Sigurborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 15. mars 1917, d. 6. maí 2010.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.