Pétur Sævar Jóhannsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Pétur Sævar Jóhannsson.

Pétur Sævar Jóhannsson rafiðnfræðingur fæddist 25. mars 1959 á Þórshöfn.
Foreldrar hans voru Jóhann Jónasson skipstjóri, útgerðarmaður á Þórshöfn, f. 24. september 1925 á Skálum á Langanesi, d. 2. febrúar 1992, og kona hans Guðlaug Pétursdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, kaupmaður, f. 25. september 1928, d. 28. nóvember 2021.

Börn Guðlaugar og Jóhanns:
1. Guðrún Rannveig Jóhannsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, umboðsmaður, kaupmaður, Hilmisgötu 4, f. 10. október 1947. Maður hennar Þórarinn Sigurðsson.
2. Jónas Sigurður Jóhannsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 6. nóvember 1956. Kona hans Þorbjörg Þorfinnsdóttir.
3. Pétur Sævar Jóhannsson rafvirkjameistari, rafiðnfræðingur, f. 25. mars 1959. Kona hans Vilborg Þórunn Stefánsdóttir.
4. Jóhann Þór Jóhannsson sjómaður, Áshamri 63, f. 27. september 1961. Kona hans Hafdís Hannesdóttir Haraldssonar.
Fósturdóttir hjónanna, dóttir Sigurrósar systur Jóhanns:
5. Kristín Antonsdóttir sjúkraliði á Akureyri, f. 4. júní 1948. Maður hennar Ólafur Gunnarsson, látinn.

Pétur var með foreldrum sínum.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum. Meistari var Þórarinn Sigurðsson, síðan lærði hann iðnfræði í Tækniskóla Íslands 1982-1983.
Pétur hefur unnið hjá Geisla hf. frá 1975.
Þau Vilborg Þórunn giftu sig 1986, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Hrauntún 47, búa nú við Áshamar 43.

I. Kona Péturs, (9. ágúst 1986), er Vilborg Þórunn Stefánsdóttir sjúkraliði, f. 17. mars 1963 í Reykjavík. Foreldrar hennar Stefán Georg Vigfússon járniðnaðarmaður, bifvélavirki í Reykjavík, f. 5. apríl 1940 á Vopnafirði, d. 26. september 2015, og kona hans Áslaug Hrund Diðriksdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1942 í Borgartúni í Þykkvabæ.
Börn þeirra:
1. Bjarni Geir Pétursson rafeindatæknifræðingur, f. 1. maí 1986. Kona hans Tinna Hauksdóttir.
2. Guðlaug Pétursdóttir starfsmaður leikskóla, f. 7. júní 1991. Sambúðarmaður hennar Ágúst Pálsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.