Vilborg Þórunn Stefánsdóttir
Vilborg Þórunn Stefánsdóttir húsfreyja, sjúkraliði fæddist 17. mars 1963 í Reykjavík.
Foreldrar hennar Stefán Georg Vigfússon járniðnaðarmaður, bifvélavirki í Reykjavík, f. 5. apríl 1940 á Vopnafirði, d. 26. september 2015, og kona hans Áslaug Hrund Diðriksdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1942 í Borgartúni í Þykkvabæ.
Vilborg lærði til sjúkraliða og vann á Sjúkrahúsinu.
Þau Pétur Sævar giftu sig 1986, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Hrauntún 47, búa nú við Áshamar 43.
I. Maður Vilborgar Þórunnar, (9. ágúst 1986), er Pétur Sævar Jóhannsson rafiðnfræðingur, f. 25. mars 1959.
Börn þeirra:
1. Bjarni Geir Pétursson rafeindatæknifræðingur, f. 1. maí 1986. Kona hans Tinna Hauksdóttir.
2. Guðlaug Pétursdóttir starfsmaður leikskóla, f. 7. júní 1991. Sambúðarmaður hennar Ágúst Pálsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Pétur Sævar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.