Magnúsína Kristjánsdóttir (Hvanneyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðrún Magnúsína Kristjánsdóttir.

Guðrún Magnússína Kristjánsdóttir frá Hvanneyri, húsfreyja fæddist 2. janúar 1919 og lést 15. apríl 1994.
Foreldrar hennar voru Kristján Einarsson formaður á Hvanneyri, f. 10. mars 1878 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 16. desember 1925, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. október 1891 í Batavíu, d. 27. apríl 1965.

Börn Kristjáns og Guðbjargar á Hvanneyri:
1. Ingibergur Kristjánsson, f. 9. mars 1910, d. 25. mars 1910.
2. Ingibjörg Þorvaldsína Kristjánsdóttir, f. 13. október 1911, d. 1930.
3. Guðmundur Kristjánsson, f. 23. júní 1915, d. 29. mars 1986.
4. Sigurborg Sigríður Kristjánsdóttir, f. 4. júlí 1916, d. 15. september 1981.
5. Guðrún Magnússína Kristjánsdóttir, f. 2. janúar 1919, d. 15. apríl 1994.

Föðursystkini Guðrúnar Kristjánsdóttur í Eyjum voru:
1. Sigurborg Einarsdóttir verkakona, húsfreyja í Fagurhól, f. 17. október 1884, d. 10. maí 1958.
Hálfbróðir Kristjáns Einarssonar, sammæddur, var
2. Magnús Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður á Felli, f. 5. júlí 1874, d. 25. september 1940.
Fóstbróðir og systursonur, barn Sigurborgar systur hans var
3. Einar Vídalín Einarsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 28. apríl 1907, d. 4. október 1990.

Guðrún var með foreldrum sínum á Hvanneyri 1920, en faðir hennar lést, er hún var tæpra 7 ára.
Hún var með ekkjunni móður sinni á Hvanneyri 1930 og 1934.
Þau Egill giftu sig 1940, eignuðust 5 börn. Þau bjuggu á Hvanneyri við fæðingu Kristjáns 1939, fluttust að Heiðarvegi 42 1946, síðar að Hólagötu 19. Þau bjuggu í Reykjavík í og eftir Gos í 2-3 ár, en fluttust þá til Eyja. Egill var veill og fór á Hraunbúðir, en Guðrún bjó á Hólagötu 19 um skeið, síðan á Hásteinsvegi 60, (Blokkinni) og síðast á Kleifahrauni 1a.
Egill lést 1976 og Guðrún 1994.

Maður Guðrúnar, (28. desember 1940), var Egill Axel Árnason vélstjóri, útgerðarmaður, f. 18. júní 1911 á Seyðisfirði, d. 9. janúar 1976.
Börn þeirra:
1. Kristján Egilsson forstöðumaður fiska- og náttúrugripasafnsins í Eyjum, f. 5. júlí 1939 á Hvanneyri.
2. Egill Egilsson húsasmíðameistari í Eyjum, f. 23. nóvember 1947 á Heiðarvegi 42.
3. Kristinn Árni Egilsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 29. júní 1950 á Heiðarvegi 42.
4. Heiðar Egilsson járnsmiður í Eyjum, f. 1. janúar 1955 að Heiðarvegi 42.
5. Hrönn Egilsdóttir leikskólastjóri í Eyjum, f. 1. janúar 1955 að Heiðarvegi 42.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.