Ágúst Vilhelm Steinsson
Ágúst Vilhelm Steinsson sjómaður, í Kirkjuhvammi, Kirkjuvegi 43 fæddist 1. október 1962.
Foreldrar hans: Stein (Bró) Ingolf Henriksen vélstjóri, f. 10. janúar 1942, og kona hans Mary Kristín Coiner húsfreyja, verkakona, f. 5. júlí 1943, d. 4. júní 2019.
Börn Mary Kristínar og Stein Ingolfs, (Bróa):
1. Ágúst Vilhelm Steinsson sjómaður, Kirkjuvegi 43, f. 1. október 1962. Kona hans var Klara Tryggvadóttir, f. 14. september 1961. Þau skildu. Síðari kona hans er Arna Ágústsdóttir.
2. Engilbert Ómar Steinsson stýrimaður, gistihússrekandi, umboðsmaður bifreiðaverslunar BL, býr á Smáragötu 7, f. 3. desember 1965. Kona hans er Arndís María Kjartansdóttir.
3. Óðinn Steinsson nemi í umhverfis- og auðlindafræði í Kanada, f. 25. október 1973. Kona hans er Steinunn Jónatansdóttir.
Ágúst var með foreldrum sínum í æsku, bjó með þeim í London, Miðstræti 3 til Goss 1973, í Njarðvík rúmt ár, flutti með þeim til Eyja og bjó með þeim á Ármótum í eitt ár, nokkra mánuði á Hásteinsvegi 56, eitt ár á Brimhólabraut 34. Þau bjuggu í íbúð sinni á Dverghamri 39 frá 1976 og lengi, þá á Túngötu 73.
Ágúst gerðist sjómaður.
Þau Klara eignuðust þrjú börn. Þau slitu samvistir.
Síðari kona hans er Arna Ágústsdóttir. Þau búa í Kirkjuhvammi.
I. Fyrri kona Ágústs, skildu, var Klara Tryggvadóttir, f. 14. september 1961.
Börn þeirra:
1. Sigríður Árdís Ágústsdóttir, f. 7. september 1983.
2. Jón Kristinn Ágústsson, f. 7. júlí 1985.
3. Tryggvi Stein Ágústsson, f. 30. október 1989.
II. Síðari kona Ágústs er Arna Ágústsdóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1964.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.