Arna Ágústsdóttir
Arna Ágústsdóttir, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, fæddist 23. janúar 1964.
Foreldrar hennar Ágúst Þorleifsson, héraðsdýralæknir, f. 7. júlí 1930, d. 27. ágúst 2023, og Auður Ólafsdóttir, húsfreyja, sjúkraliði, f. 10. júní 1939.
Þau Kristján giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Ágúst Vilhelm giftu sig, hafa ekki eignast börn saman. Þau búa við Búhamar 12.
I. Fyrrum maður Örnu var Kristján Hauksson, f. 15. febrúar 1958, d. 31. maí 2024. Foreldrar hans Haukur Jóhannsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. nóvember 1932, d. 18. febrúar 2021, og kona hans Emma Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1936.
Börn þeirra:
1. Emma Kristjánsdóttir yngri, f. 31. ágúst 1989.
2. Logi Kristjánsson, f. 17. júlí 1992.
II. Maður Örnu er Ágúst Vilhelm Steinsson sjómaður, f. 1. október 1962.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Arna.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.