Margrét Jónsdóttir (Ártúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Jónsdóttir.

Margrét Jónsdóttir frá Ártúni við Vesturveg 20, húsfreyja fæddist þar 9. október 1931, d. 17. janúar 2014 í Hraunbúðum.
Forerldrar hennar voru Jón Sigurðsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1900 í Miklaholti, Hnapp., d. 24. janúar 1980, og kona hans Karólína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. október 1899 í Vallarhjáleigu í Fljótshlíð, d. 10. ágúst 1989.

Börn Karólínu og Jóns:
1. Geirlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1923, d. 31. maí 1995.
2. Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. janúar 1926, d. 8. ágúst 2004.
3. Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1931, d. 17. janúar 2014.
4. Sigurður Jónsson verkamaður, f. 24. júlí 1940, d. 25. júlí 2011.

Margrét var með foreldrum sínum, í Ártúni og við Vestmannabraut 73.
Hún vann verkakvennastörf, var m.a. á síldarvertíð á Siglufirði.
Þau Harry giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í Reykjavík og Garðabæ, en fluttu til Eyja 1971 og bjuggu á Brattlandi við Faxastíg 19, síðar á Vestmannabraut 73.
Harry lést 2008 og Margrét 2014.

I. Maður Margrétar, (9. október 1961), var Harry Pedersen sjómaður, f. 7. febrúar 1936, d. 21. apríl 2008.
Börn þeirra:
1. Stefán Jóhann Pedersen, býr í Noregi, f. 5. mars 1958.
2. Andvana barn, f. 31. maí 1963.
3. Karólína Pedersen, býr í Noregi, f. 12. nóvember 1964.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.