Kristín Jónsdóttir (Ártúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Jónsdóttir.

Kristín Jónsdóttir frá Ártúni við Vesturveg 20, húsfreyja fæddist þar 9. janúar 1926 og lést 9. ágúst 2004.
Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1900 í Miklaholti, Hnapp., d. 24. janúar 1980, og kona hans Karólína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. október 1899 í Vallarhjáleigu í Fljótshlíð, d. 10. ágúst 1989.

Börn Karólínu og Jóns:
1. Geirlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1923, d. 31. maí 1995.
2. Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. janúar 1926, d. 8. ágúst 2004.
3. Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1931, d. 17. janúar 2014.
4. Sigurður Jónsson verkamaður, f. 24. júlí 1940, d. 25. júlí 2011.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var fiskverkakona í Hraðfrystistöðinni og vann afgreiðslustörf í Kaupfélaginu.
Þau Jóhann Gunnar giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Geitlandi í Reykjavík.

I. Maður Kristínar, (7. júní 1954), var Gunnar Jóhann Pálsson frá Skriðulandi í Skagafirði, múrarameistari, kaupmaður, f. 19. júlí 1928, d. 12. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Páll Jóhann Þorleifsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 5. júlí 1896, d. 8. maí 1953, og Helga Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1897, d. 17. desember 1941. Fósturfaðir Gunnars var Þórhallur Sigurbjörn Dalmann Traustason, f. 9. maí 1908, d. 14. febrúar 1947.
Börn þeirra:
1. Karólína Gunnarsdóttir, f. 14. júní 1954. Maður hennar Björn Gíslason.
2. Helga Þóra Gunnarsdóttir Eder, býr í Þýskalandi, f. 12. desember 1957. Maður hennar Peter Eder.
3. Brynja Gunnarsdóttir, f. 31. mars 1962. Maður hennar Atli Hafsteinsson.
Sonur Gunnars:
4. Hilmar Hlíðberg Gunnarsson, f. 28. nóvember 1949. Kona hans Aðalheiður Svansdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 25. ágúst 2004. Minning.
  • Morgunblaðið 2016. Minning Gunnars.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.