Guðlaugur Hróbjartsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaugur Hróbjartsson frá Kúfhóli í A.-Landeyjum, vinnumaður fæddist 24. febrúar 1908 og lést 10. október 1983.
Foreldrar hans voru Hróbjartur Guðlaugsson bóndi í Kúfhól í A-Landeyjum og formaður við Sandinn, síðar í Landlyst, f. 28. júlí 1876, d. 9. janúar 1958, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1864, d. 1. mars 1927.

Börn Guðrúnar og Hróbjarts voru:
1. Guðmundur Hróbjartsson skósmiður, f. 6. ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975.
2. Guðlaugur Hróbjartsson vinnumaður, f. 24. febrúar 1908, d. 10. október 1983.
3. Margrét Hróbjartsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 15. september 1910, d. 30. september 2002.
Hálfsystir þeirra, sammædd, var
2. Jónína Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1893, d. 10. maí 1919.

Guðlaugur var með foreldrum sínum í fyrstu, á Kúfhóli 1910 og í Svaðkoti 1920, en fluttist 14 ára vinnumaður að Hallgeirsey í A.-Landeyjum 1922, var þar léttadrengur 1923, vinnumaður 1925 og enn 1933, en fluttist þá að að Brúnum u. V.-Eyjafjöllum, var vinnumaður þar 1935-1940.
Guðlaugur var vinnumaður á Hrafnhólum á Kjalarnesi, fluttist til Eyja og var ,,húskarl” í Lyngfelli 1948 og 1949.
Hann lést 1983 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.