Halldór Halldórsson (Björgvin)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldór Magnús Engiberg Halldórsson.

Halldór Magnús Engiberg Halldórsson frá Björgvin, sjómaður fæddist 6. apríl 1905 í Hull, drukknaði 1. mars 1942.
Foreldrar hans voru Halldór Magnús Diðrik Runólfsson sjómaður, f. 26. apríl 1866, drukknaði 9. apríl 1913, og sambýliskona hans Anna Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1868, d. 9. febrúar 1943.

Börn Önnu í Björgvin og Halldórs voru:
1. Gunnlaugur Marel Halldórsson, f. 16. febrúar 1903 í Hull, d. 27. október 1909.
2. Halldór Magnús Engiberg Halldórsson, f. 6. apríl 1905 í Hull, drukknaði 1. mars 1942.
3. James White Halldórsson, f. 13. júlí 1906 í Reykjavík, drukknaði 22. apríl 1934.
4. Margrét Ingibjörg Halldórsdóttir húsfreyja í Björgvin, f. 25. mars 1909 á Litlu-Löndum, d. 18. ágúst 2012.

Halldór fluttist með foreldrum sínum frá Hull til Reykjavíkur eins árs gamall og til Eyja 1908.
Hann missti föður sinn í sjóinn átta ára gamall.
Hann stundaði sjómennsku, var ókvæntur, en var fyrirvinna móður sinnar, sem var ekkja.
Halldór var skipverji á Þuríði formanni VE-233 á vetrarvertíðinni 1942, er hún fórst með allri áhöfn 1. mars við Landeyjasand.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.