Margrét Guðmundsdóttir (Berjanesi)
Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja á Skíðbakka í A-Landeyjum og Berjanesi í V-Landeyjum, síðar hjá Kristínu dóttur sinni í Litlabæ, fæddist 17. júlí 1820 á Skíðbakka og lést 3. febrúar 1909 í Eyjum.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Skíðbakka 1817-1840, f. 1792 á Lágafelli í A-Landeyjum, d. 27. mars 1840 í Eyjum, Magnússon bónda á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 1763 í Vatnsdalskoti í Breiðabólstaðarsókn, d. 26. júní 1839 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, Jónssonar bónda í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð, f. 1730, Magnússonar, og konu Jóns í Vatnsdalskoti, Signýjar húsfreyju, f. 1734, d. 1. maí 1811, Brandsdóttur.
Móðir Guðmundar á Skíðbakka og fyrri kona Magnúsar á Búðarhóli var Kristín húsfreyja, f. 1755, d. 16. september 1796, Árnadóttir bónda á Hvoli í Fljótshverfi, V-Skaft., flúði undan Skaftáreldum í Kerlingardal í Mýrdal, f. 1724, d. fyrir 29. júlí 1784, Hávarðssonar, og konu Árna á Hvoli, Ragnhildar húsfreyju, f. 1725 í Kerlingardal, d. eftir 29. júlí 1784.
Móðir Margrétar og síðari kona Guðmundar á Skíðbakka var Málhildur húsfreyja, f. 28. júní 1798 í Klasbarðahjáleigu í V-Landeyjum, d. 18. júní 1845 á Skíðbakka, Guðmundsdóttir bónda á Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (Bólstað) í A-Landeyjum, f. 1772 á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, d. 21. október 1840, Einarssonar bónda á Skúmsstöðum, f. 1725, d. 29. apríl 1799, Guðmundssonar, og konu hans, Ingibjargar húsfreyju, f. 1734, d. 17. ágúst 1817, Guðmundsdóttur.
Móðir Málhildar og fyrri kona Guðmundar í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (Bólstað) var
Guðrún húsfreyja, f. 1774, d. 5. október 1805, Jónsdóttir bónda í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi, f. 1750, d. 1793, Atlasonar, og konu Jóns Atlasonar, Kristínar húsfreyju, f. 1749, d. 18. júní 1817, Bjarnadóttur.
Bræður Margrétar Guðmundsdóttur í Eyjum voru:
1. Einar Guðmundsson á Steinsstöðum, f. 26. mars 1834, faðir Jóns á Garðsstöðum. Kona Einars var Kristín Jónsdóttir.
2. Guðmundur Guðmundsson húsmaður á Kirkjubæ, f. 30. mars 1827, kvæntur Guðríði Oddsdóttur.
3. Sæmundur Guðmundsson húsmaður á Vilborgarstöðum, f. 9. júlí 1837, kvæntur Ástríði Hjaltadóttur og síðar Guðbjörgu Árnadóttur.
I. Barnsfaðir Margrétar var Hreinn Jónsson bóndi á Búðarhóli í A-Landeyjum, síðar tómthúsmaður í Brandshúsi, f. 28. nóvember 1821, d. í mars 1863, fórst með þilskipinu Hansínu.
Barnið var
1. Kristín Hreinsdóttir húsfreyja í Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, f. 7. febrúar 1843, d. 19. desember 1934.
II. Maður Margrétar húsfreyju á Skíðbakka var Magnús Jónsson bóndi á Skíðbakka, f. 1823, d. 7. júlí 1904 í Eyjum.
Börn Margrétar og Magnúsar í Eyjum:
2. Kristín Magnúsdóttir húsfreyja í Litlabæ, f. 10. janúar 1859, d. 13. júlí 1938, kona Ástgeirs Guðmundssonar.
3. Sigríður Magnúsdóttir, f. 30. júlí 1863, d. 4. mars 1957, kona Júlíusar Guðmundssonar frá Borg við Stakkagerðistún, hálfbróður Ástgeirs í Litlabæ.
4. Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 9. júlí 1865, d. 24. september 1936, kona Gísla Eyjólfssonar bónda.
Margrét og Magnús bjuggu á hluta Skíðbakka 1845-1859 og í Berjanesi í V-Landeyjum 1859-1887. Þau fluttust til Eyja og dvöldu hjá Kristínu í Litlabæ, voru komin þangað 1890.
Magnús lést 1904, en Margrét 1909.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.