Magnús Jónsson (Berjanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Jónsson bóndi á Skíðbakka í A-Landeyjum og í Berjanesi í V-Landeyjum, síðar hjá Kristínu dóttur sinni í Litlabæ, fæddist 1824 og lést 7. júlí 1904 í Eyjum.
Faðir hans var Jón bóndi á Mið-Kekki (Svanavatni) í Stokkseyrarhreppi, f. 19. júní 1799 í Andrésfjósum á Skeiðum, d. í júlí 1888, Þorsteinsson tómthúsmanns á Þóroddsá eystri í Ölfusi 1801, í Brú í Stokkseyrarhreppi 1804-1813, f. 1769, d. 12. ágúst 1813, Pálssonar bónda á Árhrauni á Skeiðum, f. 1731, d. 1793, Ketilssonar, og konu Páls, Guðrúnar húsfreyju, f. 1739, d. 29. febrúar 1824, Þorsteinsdóttur.
Móðir Jóns á Mið-Kekki og kona Þorsteins á Þóroddsá var Margrét húsfreyja, f. 1776, d. 1852, Gísladóttir bónda í Kampholti í Flóa, f. 1744, d. fyrir mt 1801, Vigfússonar, og konu Gísla í Kampholti, Katrínar húsfreyju, f. 1747, d. fyrir mt 1801, Jónsdóttur.

Móðir Magnúsar Jónssonar í Berjanesi og fyrri kona Jóns Þorsteinssonar var Kristín húsfreyja á Mið-Kekki, f. 7. október 1791, d. 23. júlí 1827, Þorsteinsdóttir bónda á Kílhrauni á Skeiðum 1816, f. 1761, d. 23. maí 1817, Eiríkssonar bónda í Bolholti á Rangárvöllum, f. 1735, d. 1780, Jónssonar, og konu Eiríks, Kristínar húsfreyju, f. 1735 í Austvaðsholti á Landi, d. 24. maí 1817 í Hrunasókn, Þorsteinsdóttur.
Móðir Kristínar á Mið-Kekki og kona Þorsteins Eiríkssonar á Kílhrauni var Vigdís húsfreyja, f. 1763, d. 9. september 1841, Guðnadóttir bónda í Gerðum í Voðmúlastaðasókn, f. 1732, Filippussonar og konu hans, Valgerðar húsfreyju, f. 1731, d. 23. desember 1816, Guðmundsdóttur.

Síðari kona Jóns Þorsteinssonar á Mið-Kekki var Þórdís húsfreyja Þorsteinsdóttir og voru þau hjón foreldrar Þorsteins Jónssonar héraðslæknis í Eyjum 1865-1905.
Magnús Jónsson og Þorsteinn læknir voru því hálfbræður.

Kona Magnúsar Jónssonar bónda var Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1820 á Skíðbakka, d. 3. febrúar 1909 í Eyjum.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Kristín húsfreyja í Litlabæ, f. 10. janúar 1859, d. 13. júlí 1938, kona Ástgeirs Guðmundssonar.
2. Sigríður Magnúsdóttir, f. 30. júlí 1863, d. 4. mars 1957, kona Júlíusar Guðmundssonar frá Borg við Stakkagerðistún, hálfbróður Ástgeirs í Litlabæ.
3. Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 9. júlí 1865, d. 24. september 1936, kona Gísla Eyjólfssonar bónda.

Margrét og Magnús bjuggu á hluta Skíðbakka 1845-1859 og í Berjanesi í V-Landeyjum 1859-1887. Þau fluttust til Eyja og dvöldu hjá Kristínu í Litlabæ, voru komin þangað 1890.
Magnús lést 1904, en Margrét 1909.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.