Margrét Þ. Sigurðardóttir (Hruna)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Margrét Þ. Sigurðardóttir.

Margrét Þorleifsdóttir Sigurðardóttir frá Hruna, húsfreyja, fiskverkakona fæddist 3. febrúar 1925 í Sjávarborg við Sjómannasund og lést 26. janúar 2012 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þorleifsson verkamaður, f. 16. ágúst 1886 á Á á Síðu, V-Skaft., d. 15. maí 1969, og kona hans Margrét Vigdís Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1898 í Uppsalakoti á Svarfaðardal, Eyjafj.s., d. 19. júlí 1965.







ctr
Börnin í Hruna með foreldrum sínum.
Aftari röð frá vinstri (þrjú börn): Una, Sigríður og Gunnlaugur.
Fremri röð frá vinstri (sex börn og foreldrarnir): Eiríkur, Einara, Fjóla, Pálína, Rósa og Margrét.

Börn Margrétar og Sigurðar:
1. Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, f. 20. maí 1921 að Reynifelli við Vesturveg 15b, d. 29. nóv. 1963.
2. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. í Nikhól við Hásteinsveg 22. júní 1922, d. 22. september 2004.
3. Una Guðrún Rósamunda Sigurðardóttir húsfreyja, f.í Nikhól 6. ágúst 1923, d. 30. apríl 1978.
4. Margrét Þorleifsdóttir Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. febr. 1924 í Sjávarborg við Sjómannasund, d. 26. janúar 2012.
5. Ármann Sigurðsson, f. 6. febrúar 1927 í Sjávarborg, d. 27. mars 1927.
6. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1928 í Hruna við Miðstræti, d. 8. nóvember 2013.
7. Pálína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. okt. 1929 í Hruna.
8. Eiríkur Sigurðsson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður, bifreiðastjóri f. 31. jan. 1931 í Hruna, d. 28. nóvember 2007.
9. Oddný Sigurrós Sigurðardóttir (Rósa) húsfreyja, f. 1. okt. 1933 í Hruna, d. 25. febrúar 2013.
10. Einara Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. jan. 1936 í Hruna, d. 6. apríl 2024.
Barn Margrétar:
11. Pétur Sveinsson, f. 16. maí 1918 í Baldurshaga á Fáskrúðsfirði, bifreiðastjóri, síðast í Reykjavík, d. 8. september 1985.
Fósturbarn þeirra, dóttir Unu, er
12. Þorgerður Sigurvinsdóttir húsfreyja í Eyjum, síðar í Kópavogi, f. 8. október 1943.

Margrét var með foreldrum sínum 1934, en fór fljótlega í fóstur að Söndum í Meðallandi. Þar hafði búið Margrét föðursystir hennar, en Hún leitaði sér atvinnu í Eyjum 16 ára, dvaldi þar fá ár, en snéri til Reykjavíkur.
Þau Guðbergur giftu sig 1951, eignuðust þrjár dætur, fluttust ti Hafnarfjarðar og þar vann Margrét við fiskiðnað, hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og hjá Norðurstjörnunni.
Guðbergur lést 1988. Margrét dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést þar 2012.

I. Maður Margrétar, (3. februar 1951), var Guðbergur Þorsteinsson frá Mýrarkoti á Álftanesi, f. 24. ágúst 1922, d. 11. september 1988. Foreldrar hans voru Þorsteinn Brandsson sjómaður, háseti, f. 9. ágúst 1883 á Seyðisfirði, d. 28. júní 1958, og kona hans Þóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1889 í Árbæjarhjáleigu í Flóa, d. 3. desember 1979.
Börn Margrétar og Guðbergs:
1. Sigríður Pálína Guðbergsdóttir, f. 29. september 1944. Barnsfaðir Birkir Skúlason.
2. Steinþóra Guðbergsdóttir, f. 22. febrúar 1949. Barnsfaðir Hjörtur Gunnarsson Laxdal.
3. Margrét Sigríður Guðbergsdóttir, f. 5. september 1950. Maður hennar Baldur Björnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. febrúar 2006. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.