María Vilhjálmsdóttir
María Vilhjálmsdóttir húsfreyja, bókari fæddist 3. febrúar 1943 á Þórshöfn á Langanesi.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Sigtryggsson frá Ytri-Brekkum á Langanesi, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 23. apríl 1915, d. 11. ágúst 1984, og kona hans Kristrún Jóhannsdóttir frá Skálum á Langanesi, húsfreyja, f. 13. janúar 1915, d. 22. nóvember 2005.
Börn Kristrúnar og Vilhjálms:
1. María Vilhjálmsdóttir húsfreyja, bókari, f. 3. febrúar 1943 á Þórshöfn. Fyrrum maður hennar Arnar Sigurmundsson. Hún býr í Reykjavík.
2. Valgerður Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1944 á Þórshöfn, síðast í Svíþjóð, d. 23. apríl 1979. Maður hennar Bo Göron Lindberg.
3. Sigtryggur Vilhjálmsson verkamaður, f. 8. júní 1946 á Þórshöfn, d. 1. febrúar 1993. Barnsmóðir hans Anna Edda Svansdóttir. Fyrrum kona hans Jarþrúður Júlíusdóttir.
4. Helga Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 8. júní 1946 á Þórshöfn. Fyrrum maður hennar Edward M. Collins. Fyrrum maður hennar Klemens Sigurgeirsson.
5. Friðrik Jóhann Vilhjálmsson vélstjóri, f. 12. september 1947 á Þórshöfn. Fyrrum kona hans Sólrún Björnsdóttir.
6. Selma Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Malmö, f. 8. september 1948 á Þórshöfn. Maður hennar Þorgils Harðarson.
7. Dagur Vilhjálmsson loftskeytamaður, býr erlendis, f. 20. júní 1950. Kona hans Stella Stelmash.
8. Oddný Vilhjálmsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. júní 1950. Barnsfaðir hennar Benedikt Gestsson.
Fósturbörn hjónanna:
9. Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1936. Maður hennar Garðar Ingibergur Tryggvason.
10. Valgerður Briem Steindórsdóttir, f. 10. júlí 1957. Maður hennar Sigurður Ragnar Gíslason.
María var með foreldrum sínum.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1959, lauk stúdentsprófi í Framhaldsskólanum í Eyjum 1984 og BA- prófi í íslensku í Háskóla Íslands 1988.
María vann við bókhald á Skattstofunni í Eyjum og við endurskoðun þar. Hún flutti til Reykjavíkur 1995 og vann þar við bókhald til 68 ára aldurs.
María eignaðist barn með Sigurði Rúnari 1964. Það barn var síðar ættleitt af Arnari manni hennar.
Þau Arnar giftu sig 1967, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 25, en skildu.
I. Barnsfaðir Maríu var Sigurður Rósant Ólafsson sjómaður, f. 5. júní 1941, d. 22. desember 2011.
Barn þeirra:
1. Kristrún Arnarsdóttir tölvunarfræðingur í Reykjavík, f. 12. nóvember 1964. Hún var ættleidd. Fyrrum sambúðarmaður hennar Jón Jóhannesson. Fyrrum maður hennar Ævar Einarsson.
II. Maður Maríu, (12. febrúar 1967, skildu 1995), er Arnar Sigurmundsson framkvæmdastjóri, f. 19. nóvember 1943.
Börn þeirra:
2. Eiður Arnarsson tónlistarmaður, f. 26. september 1966. Kona hans Iris Bjargmundsdóttir.
3. Dagný Arnarsdóttir fornleifafræðingur, umhverfis- og auðlindafræðingur, f. 20. ágúst 1973. Hún vinnur hjá Umhvefisráðuneytinu, f. 20. ágúst 1973. Fyrrum sambúðarkona Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir. Sambúðarkona Augustina Kurlinskaité.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Dagný.
- María.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.