Eiður Arnarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eiður Arnarsson, tónlistarmaður fæddist 26. september 1966.
Foreldrar hans Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri, f. 19. nóvember 1943, og fyrri kona hans María Vilhjálmsdóttir, húsfreyja, bókari, f. 3. febrúar 1943.

Barn Maríu og Sigurðar Rósants:
1. Kristrún Arnarsdóttir tölvunarfræðingur í Reykjavík, f. 12. nóvember 1964. Hún var ættleidd. Fyrrum sambúðarmaður hennar Jón Jóhannesson. Fyrrum maður hennar Ævar Einarsson.
Börn Maríu og Arnars:
2. Eiður Arnarsson tónlistarmaður, f. 26. september 1966. Kona hans Iris Bjargmundsdóttir.
3. Dagný Arnarsdóttir fornleifafræðingur, umhverfis- og auðlindafræðingur, f. 20. ágúst 1973. Hún vinnur hjá Umhvefisráðuneytinu, f. 20. ágúst 1973. Fyrrum sambúðarmaki Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir. Sambúðarmaki Augustina Kurlinskaité.
Barn Guðrúnar Stefánsdóttur og fósturbarn Arnars:
4. Bjarni Bragi Jónsson yngri, eðlisfræðingur, með B.S.-próf í hugbúnaðarverkfræði, sérfræðingur hjá Data Lab, f. 18. júní 1991. Kona hans Hólmfríður Hartmannsdóttir.

Þau Íris giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Rvk.

I. Kona Eiðs er Íris Bjargmundsdóttir, húsfreyja, lögfræðingur, f. 21. mars 1968. Foreldrar hennar Bjargmundur Thorarensen Ingólfsson, f. 23. ágúst 1944, d. 1. júlí 2001, og Aðalbjörg Karlsdóttir, f. 3. október 1943.
Börn þeirra:
1. Birkir Eiðsson, f. 18. janúar 1993 í Rvk.
2. Eydís Eiðsdóttir, f. 13. febrúar 1998 í Rvk.
3. Diljá Eiðsdóttir, f. 8. janúar 2000 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.