Kristrún Jóhannsdóttir (Skálum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristrún Jóhannsdóttir.

Kristrún Jóhannsdóttir frá Skálum á Langanesi, húsfreyja fæddist þar 13. janúar 1915 og lést 22. nóvember 2005 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Jóhann Stefánsson bóndi, f. 27. september 1876 á Læknesstöðum á Langanesi, d. 5. september 1946, og kona hans María Friðriksdóttir frá Efri-Sandvík í Grímsey, f. þar 26. mars 1882, d. 9. september 1952.

Kristrún var með foreldrum sínum til giftingar sinnar.
Hún nam við Húsmæðraskólann á Hallormsstað í tvo vetur.
Þau Vilhjálmur giftu sig 1942, eignuðust átta börn og fóstruðu tvö að auki.
Þau bjuggu á Þórshöfn til 1970, en fluttu þá til Eyja. Þar bjuggu þau í tvö ár, en fluttu þá til Akureyrar þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Frá Akureyri fluttu þau til Húsavíkur og bjuggu þar í nokkur ár.
Vilhjálmur lést 1984.
Kristrún flutti í íbúð sína við Öldugötu í Reykjavík og bjó þar til 2003, er hún fluttist í þjónustuíbúð aldraðra við Dalbraut.
Kristrún lést 2005.

I. Maður Kristrúnar, (9. maí 1942 á Þórshöfn), var Vilhjálmur Sigtryggsson sjómaður, útgerðarmaður, oddviti, f. 23. apríl 1915 á Ytri-Brekkum á Langanesi, d. 11. ágúst 1984.
Börn þeirra:
1. María Vilhjálmsdóttir húsfreyja, bókari, f. 3. febrúar 1943 á Þórshöfn. Fyrrum maður hennar Arnar Sigurmundsson. Hún býr í Reykjavík.
2. Valgerður Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1944 á Þórshöfn, síðast í Svíþjóð, d. 23. apríl 1979. Maður hennar Bo Göron Lindberg.
3. Sigtryggur Vilhjálmsson verkamaður, f. 8. júní 1946 á Þórshöfn, d. 1. febrúar 1993. Barnsmóðir hans Anna Edda Svansdóttir. Fyrrum kona hans Jarþrúður Júlíusdóttir.
4. Helga Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 8. júní 1946 á Þórshöfn. Fyrrum maður hennar Edward M. Collins. Fyrrum maður hennar Klemens Sigurgeirsson.
5. Friðrik Jóhann Vilhjálmsson vélstjóri, f. 12. september 1947 á Þórshöfn. Fyrrum kona hans Sólrún Björnsdóttir.
6. Selma Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Malmö, f. 8. september 1948 á Þórshöfn. Maður hennar Þorgils Harðarson.
7. Dagur Vilhjálmsson loftskeytamaður, býr erlendis, f. 20. júní 1950. Kona hans Stella Stelmash.
8. Oddný Vilhjálmsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. júní 1950. Barnsfaðir hennar Benedikt Gestsson.
Fósturbörn hjónanna:
9. Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1936. Maður hennar Garðar Ingibergur Tryggvason.
10. Valgerður Briem Steindórsdóttir, f. 10. júlí 1957. Maður hennar Sigurður Ragnar Gíslason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.