Magnúsína Eyjólfsdóttir (Vesturhúsum)
Magnúsína Eyjólfsdóttir frá Vesturhúsum fæddist 16. september 1892 og lést 9. febrúar 1968.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Jónsson bóndi á Vesturhúsum, f. 18. ágúst 1862, d. 16. júlí 1906, og kona hans Valgerður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 23. október 1856, d. 25. júní 1918.
Magnúsína var með foreldrum sínum í æsku og síðan með ekkjunni móður sinni við áframhaldandi búskap hennar á Vesturhúsum. Hún var við heimilisstörf hjá henni 1910.
Einar Markús kom að Vesturhúsum frá Reykjavík 1911, var þar vinnumaður.
Þau Magnúsína giftu sig 1912, voru á Vesturhúsum 1913. Börn þeirra fæddust bæði í Eyjum.
Hjónin skildu.
Magnúsína var með móður sinni á Eystri Vesturhúsum 1915 og enn 1917, en Óskar Guðmundsson var þar leigjandi 1917. Hún bjó síðan með Óskari í Eyjum, voru leigjendur á Vesturhúsum 1918, fluttust til Reykjavíkur 1919. Þau bjuggu í Skildinganesi í Seltjarnarneshreppi 1920 með tvö börn sín, Valgerði Magnúsínu, sem fædd var í Eyjum og ónefnda stúlku fædda á árinu, skírð síðar Eyvör Guðbjörg. Þau eignuðust síðar Guðmund Ragnar, sem flutti til Kanada, og Huldu Guðlaugu.
Magnúsína var skráð ekkja á Franska spítalanum í Reykjavík 1930.
Hún dvaldi síðast á Elliheimilinu Grund og lést 1968.
I. Maður Magnúsínu, (22. desember 1912 í Eyjum, skildu), var Einar Markús Einarsson, þá vinnumaður á Vesturhúsum, síðar skipherra, f. 2. maí 1892, d. 18. september 1977.
Börn þeirra hér:
1. Jón Einarsson kaupmaður í versluninni Vogue í Reykjavík, f. 21. júlí 1912 á Vesturhúsum, bjó síðast á Seltjarnarnesi, d. 26. maí 1968.
2. Einar Kristinn Einarsson, f. 16. desember 1913 á Vesturhúsum, d. 7. júlí 1929.
II. Barnsfaðir Magnúsínu var Jón Guðmundsson sjómaður f. 4. september 1891, d. 3. september 1916.
Barn þeirra var
3. Karl Jónsson, f. 28. janúar 1916, d. 12. maí 1916.
III. Sambýlismaður Magnúsínu var Óskar Guðmundsson, sjómaður, verkamaður, síðar bóndi í Kanada, f. 8. apríl 1890.
Börn þeirra hér:
4. Valgerður Magnúsína Óskarsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1917 á Vesturhúsum, d. 10. október 2006.
5. Andvana stúlka, f. 12. desember 1918.
6. Eyvör Guðbjörg Óskarsdóttir, f. 2. ágúst 1920, skírð 13. júní 1921.
7. Guðmundur Ragnar Óskarsson bóndi í Manitoba í Kanada, f. 25. september 1923.
8. Hulda Guðlaug Óskarsdóttir húsfreyja á Skriðuseli í Aðaldal, S-Þing., f. 7. apríl 1925, d. 31. mars 1984.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Dagblaðið-Vísir 2. desember 1997. Minning Valgerðar Óskarsdóttur.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.