Lovísa Guðrún Sigfúsdóttir
Lovísa Guðrún Sigfúsdóttir húsfreyja fæddist 5. september 1946 á Búastöðum eystri og lést 16. janúar 1980 á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Sigfús Ingimundarson frá Borgarholti á Stokkseyri, skipasmíða- og húsasmíðameistari, f. 8. júlí 1922, d. 22. desember 2007, og sambúðarkona hans Ingibjörg Bryngeirsdóttir frá Búastöðum, húsfreyja, f. 6. október 1925, d. 1. júní 2002.
Börn Ingibjargar og Sigfúsar:
1. Bryngeir Sigfússon, f. 26. júlí 1945. Kona hans Ásta Margrét Kristinsdóttir.
2. Lovísa Guðrún Sigfúsdóttir, f. 5. september 1946, d. 16. janúar 1980. Maður hennar Þröstur Bjarnason.
Börn Ingibjargar og Alfreðs Sveinbjörnssonar:
1. Jóhann Þórir Alfreðsson, f. 22. september 1957. Barnsmóðir hans Sigríður Bragadóttir. Kona hans Ingibjörg Áslaugsdóttir.
2. Sveinbjörn Símon Alfreðsson, f. 7. nóvember 1960. Kona hans Gunnhildur Björgvinsdóttir.
3. Sigurður Björn Alfreðsson, f. 25. ágúst 1962. Kona hans Margrét Elísabet Kristjánsdóttir.
4. Jóhanna Alfreðsdóttir, f. 29. október 1965. Maður hennar Ólafur Týr Guðjónsson.
Fóstursonur Ingibjargar og Alfreðs, sonur Jóhanns Þóris Alfreðssonar og Sigríðar Bragadóttur
5. Alfreð Elías Jóhannsson, f. 12. ágúst 1976. Kona hans Berglind Friðriksdóttir.
Börn Sigfúsar Ingimundarsonar og Erlu Jónasdóttur:
1. Jónas Rúnar Sigfússon, f. 28. mars 1949.
2. Guðni Birgir Sigfússon, f. 17. febrúar 1951.
3. Ingólfur Arnar Sigfússon, f. 4. júní 1955.
4. Örn Sigfússon, f. 27. júní 1958.
5. Ingimundur Sigfússon, f. 8. september 1962, d. 2. nóvember 2009.
6. Sigurjón Bjarni Sigfússon, f. 23. október 1967.
Lovísa varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963.
Þau Kristján Þröstur giftu sig 1966, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Selfossi.
I. Maður Lovísu, (16. júlí 1966), var Kristján Þröstur Bjarnason múrarameistari, f. 23. ágúst 1945 á Blönduósi, d. 15. nóvember 2000. Foreldrar hans voru Bjarni Kristinsson verslunarmaður, bóndi, síðar verkamaður á Selfossi, f. 28. apríl 1915 á Gafli í Svínavatnshreppi, Hún., d. 18. febrúar 1982, og Jónína Alexandra Kristjánsdóttir frá Blönduósi, húsfreyja, síðar verkakona á Selfossi, f. 25. nóvember 1925, d. 30. maí 2011.
Börn þeirra:
1. Heimir Þrastarson sjómaður í Hafnarfirði, f. 28. desember 1965 á Selfossi. Sambúðarkona hans Jóhanna Júlíana Helgadóttir.
2. Jónína Þrastardóttir, f. 16. desember 1966. Maður hennar Kristinn Haraldsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.