Loftur Magnússon (kaupmaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðmundur Loftur Magnússon.

Guðmundur Loftur Magnússon frá Ísafirði, kaupmaður, síðar sölumaður í Reykjavík fæddist 24. júlí 1925 á Ísafirði og lést 6. júní 2011 í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Magnús Friðriksson skipstjóri á Ísafirði, f. 28. október 1898, drukknaði 7. mars 1926, og kona hans Jóna Pétursdóttir húsfreyja, verkakona, f. 25. janúar 1897, d. 2. nóvember 1971.

Faðir Lofts drukknaði, þegar v.b. Eir fórst við Suðurnes 7. mars 1926, en Loftur var þá á fyrsta árinu.
Loftur var með móður sinni í æsku.
Hann lærði leiklist hjá Soffíu Guðlaugsdóttur í Reykjavík og Ævari Kvaran. Hann varð snemma sendill og afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Ísfirðinga, fluttist til Reykjavíkur 1945, vann þar verslunarstörf.
Hann flutti til Eyja 1954, var um árabil kaupmaður þar, uns hann flutti með fjölskyldu sína í Kópavog í árslok 1969.
Eftir flutning frá Eyjum var hann sölumaður hjá sælgætisgerðinni Víkingi og síðar hjá birgðastöð Sambandsins. Einnig var hann um skeið húsvörður í Valsheimilinu á áttunda áratugnum.
Loftur kom fram í leiksýningum og á öðrum skemmtunum. Eftir að hann flutti til Vestmannaeyja 1954, tók hann þátt í mörgum leiksýningum og var formaður í Leikfélagi Vestmannaeyja.
Þau Aðalheiður Steina giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn og Loftur fóstraði barn Steinu.
Loftur lést 2011 og Aðalheiður Steina 2018.

I. Kona Guðmundar Lofts, (7. maí 1954), var Aðalheiður Steina Scheving frá Langholti, hjúkrunarfræðingur, f. 19. febrúar 1927 í Bergholti, d. 30. júní 2018 í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Börn þeirra:
1. Jón Loftsson rafeindavirki, f. 15. september 1954. Kona hans Jóhanna Björgvinsdóttir.
2. Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður. Kona hans Ingibjörg Kjartansdóttir.
3. Magnús Loftsson framkvæmdastjóri, f. 12. janúar 1957. Maki hans Gunnar Ásgeirsson.
4. Ásdís Loftsdóttir húsfreyja, fatahönnuður, f. 7. febrúar 1958. Fyrrum maður hennar Guðmundur Sigurbjörnsson.
Barn Aðalheiðar Steinu og fósturbarn Lofts er
5. Guðjón Óli Scheving Tryggvason verkfræðingur, f. 7. október 1951 í Langholti. Kona hans Sigrún Stefánsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.