Jón Loftsson (rafeindavirki)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Loftsson rafeindavirki fæddist 15. september 1954 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Loftur Magnússon kaupmaður, f. 24. júlí 1925 á Ísafirði, d. 6. júní 2011 og kona hans Aðalheiður Steina Scheving frá Langholti, hjúkrunarfræðingur, f. 19. febrúar 1927, d. 30. júní 2016.

Börn Steinu og Lofts:
1. Jón Loftsson rafeindavirki, f. 15. september 1954. Kona hans Jóhanna Björgvinsdóttir.
2. Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður. Kona hans Ingibjörg Kjartansdóttir.
3. Magnús Loftsson framkvæmdastjóri, f. 12. janúar 1957. Maki hans Gunnar Ásgeirsson.
4. Ásdís Loftsdóttir húsfreyja, fatahönnuður, f. 7. febrúar 1958. Fyrrum maður hennar Guðmundur Sigurbjörnsson.
Barn Aðalheiðar Steinu og fósturbarn Lofts er
5. Guðjón Óli Scheving Tryggvason verkfræðingur, f. 7. október 1951 í Langholti. Kona hans Sigrún Stefánsdóttir.

Þau Jóhanna hófu búskap, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk.

I. Kona Jóns er Jóhanna Petra Björgvinsdóttir frá Bolungarvík, húsfreyja, f. þar 21. febrúar 1957. Foreldrar hennar Björgvin Heiðar Guðmundsson, sjómaður frá Hlíðarenda í Fljótsdal, N.-Múl., f. 4. júní 1933, drukknaði í Látraröst 30. janúar 1962, og kona hans Vigdís Heiða Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1938 í Rvk.
Börn þeirra:
1. Björgvin Loftur Jónsson, f. 12. janúar 1984 í Svíþjóð.
2. Fríða Jónsdóttir, f. 20. janúar 1986 í Svíþjóð.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.