Ásdís Loftsdóttir (fatahönnuður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ásdís Loftsdóttir, húsfreyja, fatahönnuður á Akureyri fæddist 17. febrúar 1958 á Boðaslóð 12 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Loftur Magnússon kaupmaður, f. 24. júlí 1925 á Ísafirði, d. 6. júní 2011 og kona hans Aðalheiður Steina Scheving frá Langholti, hjúkrunarfræðingur, f. 19. febrúar 1927, d. 30. júní 2016.

Börn Steinu og Lofts:
1. Jón Loftsson rafeindavirki, f. 15. september 1954. Kona hans Jóhanna Björgvinsdóttir.
2. Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður. Kona hans Ingibjörg Kjartansdóttir.
3. Magnús Loftsson framkvæmdastjóri, f. 12. janúar 1957. Maki hans Gunnar Ásgeirsson.
4. Ásdís Loftsdóttir húsfreyja, fatahönnuður, f. 7. febrúar 1958. Fyrrum maður hennar Guðmundur Sigurbjörnsson.
Barn Aðalheiðar Steinu og fósturbarn Lofts er
5. Guðjón Óli Scheving Tryggvason verkfræðingur, f. 7. október 1951 í Langholti. Kona hans Sigrún Stefánsdóttir.

Þau Guðmundur hófu búskap, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Ásdísar er Guðmundur Sigurbjörnsson húsasmiður, f. 26. desember 1954 á Akureyri. Foreldrar hans Sigurbjörn Valdemar Þorsteinsson, f. 27. mars 1926 á Hjalteyri, d. 29. ágúst 1988, og kona hans Margrét Sigurðardóttir, húsfreyja, matráðskona, f. 18. nóvember 1926, d. 24. ágúst 2008.
Börn þeirra:
1. Aðalheiður Steina Guðmundsdóttir, f. 25. ágúst 1988 í Rvk.
2. Jóna Margrét Guðmundsdóttir, f. 5. júlí 1990 í Rvk.
3. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, f. 7. júlí 1993 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.