Garðar Pétursson (Framtíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Garðar Pétursson.

Garðar Pétursson frá Framtíð, sjómaður fæddist þar 20. október 1948 og lést 26. maí 2016 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Pétur Jónsson frá Hólmavík, f. 20. júlí 1927, og barnsmóðir hans Laufey Stefánsdóttir frá Framtíð, húsfreyja, f. 15. febrúar 1924, d. 30. september 1995.

Börn Laufeyjar og Ingimundar Þorsteinssonar:
1. Ómar Örn Ingimundarson, f. 29. september 1958. Sambúðarkona hans Mai Irene Austgulen.
2. Unnur Ingimundardóttir, f. 25. október 1960.
3. Agnes Ingimundardóttir, hefur BA-próf í bókasafnsfræðum, starfsmaður Landspítalans, f. 17. maí 1965, d. 20. júlí 2006, ógift. Önnur börn Péturs Jónssonar með Rögnu Guðmundsdóttur:
4. Daðey María Pétursdóttir, f. 7. desember 1949, d. 5. september 1953.
5. Erlingur Pétursson, f. 22. mars 1952.
6. Guðmundur Daði Pétursson, f. 27. september 1955.
7. Viktor Pétursson, f. 18. september 1962.
8. Bryndís Pétursdóttir, f. 3. janúar 1969.

Garðar hóf snemma sjómennsku og vann við hana lengstan hluta starfsævi sinnar á bátum frá Eyjum.
Hann flutti til Akureyrar 1975, en flutti aftur til Eyja 1982, bjó á Foldahrauni 41E, en til Hafnarfjarðar flutti hann 2006.
Þau Ragnheiður giftu sig 1978, eignuðust tvö börn.
Garðar lést 2016.

I. Kona Garðars er Ragnheiður Víglundsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 16. apríl 1957.
Börn þeirra:
1. Laufey Dögg Garðarsdóttir, f. 7. júní 1979. Maður hennar Auðunn Einarsson.
2. Daði Garðarsson múrari, f. 29. janúar 1982, d. 10. apríl 2017. Kona hans Karólína Helga Símonardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.