Laufás

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Laufás og nágrenni.

Húsið Laufás stóð við Austurveg 5 og var áður fyrr Vestasti-HlaðbærVilborgarstöðum. Húsið var byggt af Jóni Ágústi Kristjánssyni sem meðal annars var söngstjóri „Principal“kórsins svonefnda en það var blandaður kór sem starfaði í Vestmannaeyjum á árunum 1903 til 1905.

Laufás
Laufás


Anna Þorsteinsdóttir og Dagný Þorsteinsdóttir dætur Þorsteins Jónssonar Laufási

Árið 1905 keypti Þorsteinn Jónsson húsið og flutti þangað inn ásamt konu sinni Elínborgu Gísladóttur en lét rífa það árið 1912 og byggði nýtt hús að Laufási. Var þetta nýja hús byggt úr timbri ofan á steyptum kjallara og með rúmgóðu risi. Þorsteinn var mikill útgerðarmaður og var einn af upphafsmönnum vélbátaútgerðar í Eyjum. Hann er einnig þekktur fyrir bækur sínar tvær; ævisögu sína er nefnist Formannsævi í Eyjum og Aldahvörf í Eyjum, sem er útgerðarsaga Vestmannaeyja fram til 1930.

Fyrir gosið 1973 bjuggu þar Dagný, dóttir Þorsteins, og maður hennar Bogi Finnbogason börn þeirra Erlendur og Guðný auk Elínborgar móður Dagnýar. Þau bjuggu í húsinu þegar byrjaði að gjósa 23. janúar 1973.



Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.



Heimildir