Lárus S. Knudsen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Lárus Knudsen.

Lárus Sigmundsson Knudsen á Hjalla, kyndari, verkamaður fæddist 25. október 1891 í Hvolseli í Saurbælarhreppi í Dalas. og lést 24. ágúst 1968.
Foreldrar hans voru Sigmundur Páll Knudsen bóndi í Svínadal í Saurbæ, f. 24. október 1854, d. 14. maí 1915, og kona hans Signý Indriðadóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1865, d. 6. maí 1950. Lárus var með foreldrum sínum í æsku, í Hvolseli, á Felli í Strandasýslu 1901.
Hann var hjú á Skriðinsenni í Strandasýslu 1910, vinnumaður á Seljalandi u. V._Eyjafjöllum 1914-1917, eiginmaður Mörtu þar 1916. Þau Marta fluttu mð Guðnýju til Eyja 1917. Hann var húsbóndi á Hjalla, kyndari á e/s Borg og fjarverandi 1920.
Þau fluttu til Lands og skildu.
Marta lést 1924 á Vífilsstöðum.
Lárus bjó með Sigríði í Reykjavík. Þau eignuðust sex börn, bjuggu í Bankastræti 14b 1930 og 1945.
Lúðvík lést 1968 og Sigríður 1987.

Lárus átti tvær konur.
Fyrri kona hans, (8. janúar 1916), var Marta Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. janúar 1892 á Tjörnum u. V.-Eyjafjöllum, d. 18. apríl 1924 á Vífilsstöðum.
Börn þeirra:
1. Guðný Lárusdóttir Knudsen, f. 21. nóvember 1916, d. 11. maí 1949.
2. Jóna Knudsen, f. 22. október 1918 á Hjalla, d. 16. desember 1918.

II. Síðari kona Lárusar var Sigríður Jónsdóttir frá Norður-Götum í Mýrdal, f. þar 4. mars 1895. d. 25. maí 1987. Foreldrar hennar voru Jón Gíslason bóndi, f. 26. september 1858 á Mið-Fossi í Mýrdal, d. 27. júní 1945 á Norður-Götum, og fyrri kona hans Tala Hjaltadóttir húsfreyja, f. 16. september 1866 á Suður-Götum í Mýrdal, d. 20. júlí 1898 á Norður-Götum.
Börn þeirra:
3. Hrefna Lárusdóttir húsfreyja, póstafgreiðslumaður í Reykjavík, f. þar 25. júlí 1926, d. 6. desember 2011. Fyrrum maður hennar Kurt Zeissel frá Austurríki. Síðari maður hennar Ólafur Halldórsson, látinn.
4. Sigmundur Páll Lárusson múrarameistari í Reykjavík, f. 4. ágúst 1928, d. 20. júlí 2012. Kona hans Anna Hjörleifsdóttir, látin.
5. Sigurður Lárusson Knudsen múrari í Reykjavík, f. 29. nóvember 1930, d. 26. apríl 2009. Kona hans Ólöf Huld Matthíasdóttir, látin.
6. Jón Lárusson Knudsen verkamaður í Reykjavík, f. þar 6. febrúar 1932.
7. Reynir Lárusson sölumaður í Reykjavík, f. þar 27. október 1933. Fyrrum kona Hulda Hjaltadóttir.
8. Anna María Lárusdóttir póstafgreiðslumaður í Reykjavík, f. þar 29. júní 1936. Maður hennar Jason Jóhann Vilhjálmsson, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.