Guðný Knudsen (Hjalla)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Sigmundsdóttir Knudsen frá Hjalla fæddist 21. nóvember 1916 á Seljalandu u. V.-Eyjafjöllum og lést 11. maí 1949 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Lárus S. Knudsen kyndari, verkamaður, f. 25. október 1891 í Hvolseli í Saurbælarhreppi í Dalas., d. 24. ágúst 1968, og fyrri kona hans Marta Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. janúar 1892 á Tjörnum u. V.-Eyjafjöllum, d. 18. apríl 1924.
Guðný var fóstruð hjá Sigríði Benediktsdóttur ekkju í Ásbyrgi við Brunngötu 10 á Ísafirði.

Börn Mörtu og Lárusar:
1. Guðný Knudsen, f. 21. nóvember 1916, d. 11. maí 1949.
2. Jóna Knudsen, f. 22. október 1918 á Hjalla, d. 16. desember 1918.

Guðný var með foreldrum sínum í fyrstu, en þau skildu.
Móðir hennar lést 1924.
Guðný var húsfreyja á Ísafirði, síðar sjúklingur á Vífilsstöðum.
Þau Bjarni giftu sig 1941, eignuðust eitt barn, bjuggu síðast að Stórholti 27 í Reykjavík.
Guðný létst 1949 og Bjarni 1989.

I. Maður Guðnýjar, (1941), var Bjarni Daníelsson sjómaður, bifreiðastjóri, skrifstofumaður, f. 28. nóvember 1919, d. 10. apríl 1989. Foreldrar hans voru Daníel Benediktsson bóndi á Kirkjubóli í Valþjófsdal við Önundarfjörð, d. 17. desember 1965, og kona hans Jónína Guðbjörg Loptsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1888, d. 8. janúar 1974.
Barn þeirra:
1. Marta Sigríður Bjarnadóttir kaupmaður í Reykjavík, f. 7. júlí 1944 á Ísafirði. Maður hennar Þórarinn Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.